Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Ali Khamenei

Æðstiklerkur Írans

Ali Khamenei (persneska: سید علی حسینی خامنه‌ای‎‎; f. 19. apríl 1939[1]) er múslimaklerkur og núverandi æðstiklerkur Írans. Hann tók við embætti eftir lát Ruhollah Khomeini árið 1989. Áður var hann forseti Írans frá 1981 til 1989. Hann var náinn samstarfsmaður Khomeinis í írönsku byltingunni 1979 og var skipaður ímam föstudagsbæna í Teheran eftir að Khomeini komst til valda. Eftir lát Khomeinis var hann kjörinn æðsti leiðtogi af sérfræðingaráði Írans þótt hann væri ekki marja' (ayatollah) á þeim tíma. Hann var útnefndur marja' árið 1994 þrátt fyrir andstöðu fjögurra annarra ayatollah.

Ali Khamenei
سید علی حسینی
Khamenei árið 2023.
Æðsti leiðtogi Írans
Núverandi
Tók við embætti
4. júní 1989
ForsetiHann sjálfur
Akbar Hashemi Rafsanjani
Mohammad Khatami
Mahmoud Ahmadinejad
Hassan Rouhani
Ebrahim Raisi
Mohammad Mokhber (starfandi)
Masoud Pezeshkian
ForveriRuhollah Khomeini
Forseti Írans
Í embætti
9. október 1981 – 16. ágúst 1989
ÞjóðhöfðingiRuhollah Khomeini
Hann sjálfur
ForsætisráðherraMir-Hossein Mousavi
ForveriMohammad-Ali Rajai
EftirmaðurAkbar Hashemi Rafsanjani
Persónulegar upplýsingar
Fæddur19. apríl 1939 (1939-04-19) (85 ára)
Mashhad, Íran
ÞjóðerniÍranskur
MakiMansoureh Khojasteh Bagherzadeh (g. 1964)
Börn6
HáskóliQom-klerkaskólinn
Undirskrift

Khamenei er talinn valdamesti stjórnmálamaður Írans. Hann er þjóðarleiðtogi og yfirmaður herafla Írans auk þess að eiga sæti í ríkisstjórn Írans.

Tilvísanir

breyta
  1. روایتی از تاریخ دقیق تولد رهبر انقلاب از زبان معظم‌له+عکس


Fyrirrennari:
Ruhollah Khomeini
Æðsti leiðtogi Írans
(4. júní 1989 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti
Fyrirrennari:
Mohammad-Ali Rajai
Forseti Írans
(9. október 198116. ágúst 1989)
Eftirmaður:
Akbar Hashemi Rafsanjani


   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.