Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Öld er hundrað ára tímabil. Venjan er samkvæmt gregóríska tímatalinu að kalla tímabilið frá og með árinu 100*n+1 til og með ársins 100*n+100 (n+1)-tu öldina. Þannig var fyrsta öldin árin 1 til og með 100 og 20. öldin árin 1901 til og með 2000.

Tímatal á vesturlöndum notast yfirleitt við hið svokallaða Anno Domini kerfi, þar sem fæðingarár Krists er kallað 1. árið eftir Krist og eru þá árin talin eins og dagar mánaðarins. Árið þar á undan kallast árið 1 fyrir Krist. Þetta er skýringin á venjunni að ofan. Þetta þykir óheppilegt kerfi í sumum tilfellum í vísindum. Því notast vísindin stundum við svokallað stjörnufræðitímatal þar sem árið 0 kemur í stað ársins 1 f.Kr. og áfram er haldið með neikvæðum tölum aftur í fortíðina.