BRIC
BRIC er upphafsstafaheiti í hagfræði sem notað er til að tákna nýmarkaðina Brasílíu, Rússland, Indland og Alþýðulýðveldið Kína (e. China). Heitið var upphaflega notað af hagfræðingnum Jim O'Neill árið 2001 í ritgerðinni Building Better Global Economic BRICs[1].
Í ritgerðinni Dreaming With BRICs: The Path to 2050 er því haldið fram að BRIC löndin verði árið 2050 í hópi 6 stærstu hagkerfa heims[2].
Fyrsti fundur ríkjanna fjögurra var haldinn 16. júní 2009 í Yekaterinburg, Rússlandi[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ „For Mr. BRIC, nations meeting a milestone“. Sótt 24. Ágúst 2009.
- ↑ „Dreaming With BRICs: The Path to 2050“ (PDF). Sótt 24. Ágúst 2009.
- ↑ „Nations eye stable reserve system“. Sótt 24. Ágúst 2009.