Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Björgólfur Thor Björgólfsson

íslenskur kaupsýslumaður og fjárfestir

Björgólfur Thor Björgólfsson (f. 19. mars 1967) er íslenskur kaupsýslumaður. Hann er þekktur erlendis sem Thor Björgólfsson. Björgólfur Thor var fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes Magazine yfir 500 ríkustu einstaklinga heims. Í mars 2008 voru eignir hans metnar á 3,5 milljarða dollara, eða um 227 milljarða króna.[1]

Björgólfur Thor hefur mikið verið gagnrýndur í kjölfar bankahrunsins á Íslandi í október 2008, meðal annars fyrir að vera aðaleigandi Landsbankans í gegnum fjárfestingafélag sitt Samson ehf sem stóð fyrir hinum umdeildu Icesavereikningum. Landsbankinn var yfirtekinn af ríkinu í kjölfar bankahrunsins. Árið 2009 var Björgólfur metinn á um 1 milljarð dollara og er því enn ríkasti maður íslands.[2] Björgólfur hefur fallið um 400 sæti hjá Forbes listanum.

Björgólfur er sonur Björgólfs Guðmundssonar, sem einnig var fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi. Móðir Björgólfs er Þóra Hallgrímsson, dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar forstjóra Skeljungs og Margrétar Thors, sem var dóttir dansk-íslenska athafnamannsins Thors Jensen og heitir Björgólfur eftir honum. Hann er kvæntur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Heimili hans er í London.

Björgólfur Thor lauk námi í viðskiptafræði frá New York University árið 1991. Hann rak síðan skemmtistaðinn á Hotel Borg [3] ásamt Skúla Mogensen og síðan Tunglið.[4] Björgólfur fór fljótlega eftir það, eða árið 1993, til Sankti Pétursborgar í Rússlandi ásamt föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni til að setja á fót gosdrykkjaverksmiðjuna Gosann.[5] Rekstur verksmiðjunnar var erfiður framan af, bæði vegna málaferla innan fyrirtækisins og erfiðra viðskiptaaðstæðna í Rússlandi.

Fjárfestingar

breyta

Björgólfur og félagar færðu sig um set í lok tíunda áratugarins og keyptu rekstur Bravo bruggverksmiðjunnar. Fljótlega hófst þar framleiðsla á Botchkarov bjór sem sló í gegn í heimalandinu. Heineken keypti Bravo árið 2002, fyrir $400 milljónir.

Í kjölfar einkavæðingu ríkisbankanna árið 2002 keypti Samson ehf 45% hlut í Landsbanka Íslands. Kaupin voru fjármögnuð með 3 milljarða króna láni frá Kaupþingbanka.

Árið 2000 fjárfesti Björgólfur í gegnum Samson í félaginu Pharmaco[6] og árið 2002 keypti Samson einnig lyfjafyrirtækið Delta og sameinaði það Pharmaco undir nafninu Actavis.[7]

Einnig keypti Björgólfur Thor, í gegnum nokkra milliliði, stóran hlut í Eimskipafélagi Íslands árið 2003. Landsbankinn eignaðist líka fjárfestingabankann Burðarás og sameinaði hann fjárfestingafélaginu Straumi, undir nafninu Straumur-Burðarás.

Björgólfur Thor var einnig mjög virkur á fjarskiptamörkuðum, sérstaklega í Austur-Evrópu, og átti m.a. stóran hlut í símafyrirtækinu Novator í Búlgaríu. Fyrirtæki hans, Novator, Nova stundaði einnig fjarskiptaþjónustufyrirtæki á Íslandi.

Bankahrunið

breyta

Í kjölfar bankahrunsins var Landsbankinn ríkisvæddur og skömmu seinna varð eignarhaldsfélag Björgólfs, Samson gjaldþrota.[8] Félag hans Novator Pharma hefur einnig staðið í ströngu vegna láns frá Deutsche Bank sem hljóðar uppá 700 milljarða króna. Lánið var gert upp við söluna á Actavis til bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson í apríl 2012.[9]

Í júlí óskuðu Björgólfsfeðgar eftir því að felldir yrðu niður 3 af 6 milljörðum af láni sem þeir höfðu fengið hjá Búnaðarbankanum til kaupa á Landsbankanum,[10] þeirri beiðni var hafnað. Stöð 2 flutti frétt um að 12 milljarðar króna voru fluttar úr félögunum Samson ehf og Straum-Burðarás inn á um eitt hundrað reikninga á skattaskjólseyjum m.a. Caymaneyja.[11] Björgólfur neitaði þessu og í maí 2010 dró Stöð 2 frétt sína til baka [12].

Í kjölfar bankahrunsins blossaði upp mikil reiði í garð auðmannsins, og hafa skemmdarverk verið unnin m.a. á húsnæði í hans eigu og Hummer-bifreið sem hann er skráður fyrir.[13]

Tilvísanir

breyta
  1. „Björgólfur féll þá á lista Forbes þrátt fyrir jafnmiklar eignir“. Vísir.is. 6. mars 2008.
  2. „701 Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson - The World's Billionaires 2009 - Forbes.com“. 3. nóvember 2009.
  3. Dansleikir á Hótel Borg hefjast á ný; grein í Morgunblaðinu 1991
  4. Tunglið; auglýsing í Morgunblaðinu 1992
  5. Uppsetning verksmiðju Gosans í Rússlandi gengur vel; grein í Morgunblaðinu 1993
  6. „Í miðju mikilla breytinga í viðskiptalífinu“. 5. febrúar 2004.
  7. „Actavis Group - Milestones“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. ágúst 2009. Sótt 26. ágúst 2009.
  8. „Samson gjaldþrota“. 12. nóvember 2008.
  9. „Viðskiptablaðið - Watson kaupir Actavis“. Viðskiptablaðið. 25. apríl 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júlí 2012.
  10. „Björgólfar vilja að Kaupþing afskrifi þrjá milljarða“. 7. júlí 2009.
  11. „Auðmenn forðuðu milljörðum rétt fyrir hrun“. 27. júlí 2009.
  12. „Leiðrétting á frétt um fjármagnsflutninga“.
  13. „Þöktu Hummer Björgólfs Thors með rauðri málningu“. 23. ágúst 2009.

Tenglar

breyta

Erlendir

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.