Krafa
Krafa er lögvarin heimild einhvers aðila, sem þá kallast kröfuhafi, að geta krafist þess af öðrum aðila, sem þá kallast skuldari, að hann geri eitthvað (jákvæð krafa) eða láti ógert að gera eitthvað (neikvæð krafa). Kröfuréttur er það svið fjármunaréttar innan lögfræðinnar sem fjallar um kröfur í þessu sambandi.