Luna 21
Luna 21 var ómannað geimfar sem Sovétríkin sendu til tunglsins frá Bajkonurgeimferðastöðinni 8. janúar 1973. Það var hluti af Lunaáætluninni. Geimfarið lenti í Le Monnier-gígnum á tunglinu 14. janúar. Það bar tunglbílinn Lunokod 2 sem ók 42 km eftir yfirborði tunglsins, tók myndir og rannsakaði jarðveg. Þann 9. maí valt bíllinn ofaní gíg og ryk þakti sólarrafhlöður hans. Þann 3. júní var því lýst yfir að verkefninu væri lokið.