Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Margrét af Frakklandi, Englandsdrottning

Margrét af Frakklandi (128214. febrúar 1318) var drottning Englands frá 1299 til 1307 en var þó aldrei krýnd. Hún var seinni kona Játvarðar 1. Englandskonungs.

Margrét drottning.

Margrét var dóttir Filippusar 3. Frakkakonungs og Maríu af Brabant. Játvarður missti fyrri konu sína, Elinóru af Kastilíu, árið 1290 og syrgði hana mikið. Hann hafði hins vegar miklar áhyggjur af ríkiserfðunum þvi að aðeins yngsti sonur þeirra Elinóru, Játvarður, lifði og þótt hann ætti fimm eldri systur óttaðist Játvarður erfðadeilur og borgarastyrjöld eftir sinn dag ef eitthvað henti Játvarð yngri. Hann fór því að líta í kringum sig eftir nýrri konu.

Hann átti í deilum og stríði við Filippus 4. Frakkakonung og í friðarsamningum þeirra á milli 1394 var ákveðið að Játvarður, sem þá var 55 ára, skyldi ganga að eiga hálfsystur Filippusar, Margréti, sem þá var 12 ára. Hann mun raunar hafa viljað fá Blönku systur hennar, sem var fjórum árum eldri, en hún var lofuð Rúdólf 3., hertoga af Austurríki. Það liðu þó fimm ár þar til brúðkaup Játvarðs og Margrétar var haldið, 8. september 1299. Brúðguminn var þá sextugur en brúðurin 17 ára.

Skömmu eftir brúðkaupið hélt Játvarður norður til Skotlands til að halda áfram að reyna að bæla niður sjálfstæðisbaráttu Skota. Margréti leiddist í London og nokkrum mánðum síðar fór hún norður á bóginn til manns síns. Þetta gladdi hann mjög, enda var hann vanur því að Elinóra fyrri kona hans fylgdi honum hvert sem hann fór. Þrátt fyrir aldursmuninn var hjónabandið gott og samband Margrétar við stjúpbörnin, sem nær öll voru eldri en hún, var einnig gott. Margrét var sögð hafa mildandi áhrif á eiginmann sinn og fékk hann stundum til að sýna mönnum vægð. Ríkiserfðirnar voru líka tryggðar því Margrét fæddi son innan við ári eftir brúðkaupið og síðan annan 1301. Báðir komust upp.

Játvarður dó 7. júlí 1307 og þá tók Játvarður 2. við ríkjum. Litlum sögum fer af Margréti eftir það. Hún settist að í Marlborough-kastala í Wiltshire og dó þar 1318.

Heimildir

breyta