Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Microsoft

bandarískt fjölþjóðlegt tölvufyrirtæki

Microsoft Corporation er bandarískt, fjölþjóðlegt tölvufyrirtæki. Það þróar, framleiðir, styður og selur hugbúnað, raftæki og tölvur, og tengda þjónustu. Þekktustu hugbúnaðarvörur fyrirtækisisns eru Microsoft Windows línan af stýrikerfum, Microsoft Office skrifstofuhugbúnaðurinn, og Interner Explorer (sem Microsoft var lögsótt vegna, t.d. af bandaríska ríkinu, og tapaði), og Edge vafrarnir. Og helstu vélbúnaðarvörurnar eru Xbox leikjatölvurnar og Microsoft Surface línan af tölvum. Árið 2016 var Microsoft tekjuhæsti hugbúnaðarframleiðandinn. Fyrirtækið er nú talið eitt af fimm stærstu tæknifyrirtækjunum ásamt Amazon, Apple, Google og Facebook.

Microsoft Corporation
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnandi Bill Gates, Paul Allen
Staðsetning Washington, Bandaríkin
Lykilpersónur Satya Nadella forstjóri, Bill Gates tæknilegur ráðgjafi og fyrsti forstjórinn
Starfsemi Fjölþjóðlegt, tölvu-tækni, fyrirtæki
Tekjur 18,25 milljarðar dollara
Starfsfólk 151.163 starfsmenn (2019) í 106 löndum
Vefsíða www.microsoft.is
www.microsoft.com

Microsoft var stofnað af Bill Gates og Paul Allen 4. apríl árið 1975 til að þróa og selja túlka fyrir BASIC forritunarmálið, fyrir Altair 8800 tölvuna (og í kjölfarið var Microsoft BASIC notað af mörgum öðrum tölvuframleiðendum). Fyrirtækið er enn fyrirferðarmikið á markaði fyrir þróun hugbúnaðar, s.s. með Visual Studio, ókeypis útgáfunni Visual Studio Code og forritunarmálinu C#.

Microsoft varð markaðsráðandi á markaði stýrikerfa á hefðbundnar einkatölvur (og fyrir skrifstofuhugbúnað), þ.e. fyrir IBM PC samhæfðar tölvur, fyrst vegna MS-DOS á níunda áratugnum, og síðar með Microsoft Windows, en á heildarmarkaði stýrikerfa, náði Android að verða vinsælasta stýrikerfi í heimi frá og með 2014. Árið 1986 fór fyrirtækið á hlutabréfamarkað, og með hækkandi hlutabréfaverði, bjó það til þrjá milljarðamæringua (þar af Bill Gates, sem varð ríkasti maður í heimi, mörg ár í röð) og að talið er 12.000 milljónamæringa (allt talið í bandaríkjadollurum) af starfsfólki sínu. Fyrirtækið hefur keypt fjölmörgur fyrirtæki, stærstu kaupin, LinkedIn ($26 milljarðar) og Skype ($8.5 milljarðar).

Steve Ballmer tók við af Gates sem forstjóri árið 2000, og svo tók Satya Nadella árið 2014, og síðan þá hefur áherslan mikið aukist á svokallaða skýjaþjónusutu, sem hjá Microsoft heitir Azure. Microsoft hefur yfir 150 þúsund starfsmenn í 106 löndum.

Þó Apple hafi velt Microsoft af stóli 2010, endurheimti Microsoft stöðu sína, árið 2018, sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Í apríl 2019 fór Microsoft upp í milljarð dollara að markaðsvirði og varð þriðja almenna bandaríska fyrirtækið sem metið er á yfir 1 milljarð Bandaríkjadala á eftir Apple og Amazon.

Vinirnir Bill Gates og Paul Allen frá í barnæsku stofnuðu fyrirtækið Traf-o-Data árið 1972. Grein í janúar 1975 í Popular Electronics blaðinu gaf Paul Allen hugmynd að þeir gætu búið til túlk fyrir BASIC forritunarmálið, sem hafði lengi verið til, fyrir nýja tölvu, og úr því varð túlkurinn Altair BASIC og fyrirtækið, þá nefnt, Micro-Soft, árið 1974.

Fyrsta stýrikerfi frá Microsoft var þeirra útgáfa af Unix (sem aðrir bjuggu til) kölluð Xenix frá 1980, en stýrikerfið sem kom þeim á kortið var MS-DOS sem kom út 1981 (hafði verið búið til á sex vikum af Tim Paterson, sem vann hjá öðru fyrirtæki, undir nafninu 86-DOS, og fyrst QDOS (Quick and Dirty Operating System)). Microsoft vann með tölvuframleiðandanum IBM sem gerði Microsoft kleift að selja þeim þetta aðkeypta (lítið breytta) stýrikerfi með tölvunum þeirra.

Microsoft stækkaði smá saman þangað til 25. júní 1981 þegar Microsoft varð að Microsoft Inc. Með því varð Bill Gates forstjóri og stjórnarformaður en Paul Allen varð aðstoðarforstjóri. Fljótlega gaf Microsoft út Word.

Microsoft gaf út nýtt stýrikerfi 20. nóvember 1985 sem kallaðist Windows. Strax frá upphafi varð Microsoft ríkjandi á markaði fyrir einkatölvur vegna stýrikerfi síns. Þetta eina stýrikerfi varð svo vinsælt að það tók algjörlega yfir MacOS kerfið sem var gefið út árið áður.

Hönnun Windows hófst strax í september 1981 þegar Chase Bishop hannaði stýrikerfið sem hann kallaði „Windows 1.0“. Það var þó ýmislegt að þessu kerfi eins og gefur að skilja með nýja vöru. Forritin sem komu með þessu stýrikerfi voru; reiknivél, dagatal, klukka, stjórnborð og skrifblokk. Í desember 1987 kom út Windows 2.0. Þetta stýrikerfi varð vinsælla en Windows 1.0 og hafði tekið nokkrum framförum líkt og Windows 3.0 gerði seinna meir.

Það var síðan 24. ágúst 1995 þegar Windows 95 stýrikerfið var gefið út. Þetta stýrikerfi gat sjálfkrafa skynjað og sett upp utanaðkomandi forrit, kallað „plug and play“. Einnig hafði þetta kerfi fjölverkavinnslu sem fellst í því að gera marga hluti í einu þó svo að þeir tengist ekki neitt. Breytingarnar sem komu með Windows 95 gerbreyttu svokölluðu skrifborði (e. desktop) og gerði það eins og við þekkjum það í dag, bæði á OS og Microsoft stýrikerfi.

Næsta stýrikerfi Microsoft var Windows 98 sem kom út 25. júní 1998 og á næstu árum komu viðbætur við það kerfi. Windows 2000 kom í febrúar árið 2000. Windows ME (Windows Millennium Edition) kom strax á eftir Windows 2000 í september 2000. Í Windows ME kerfinu hafði kjarninn í Windows 98 verið uppfærður og nokkrir hlutir úr Windows 2000. Með Windows ME kom „universal plug and play“ og „System restore“ þar sem notandinn getur sett tölvuna í stillingar aftur til fyrri tíma. Windows ME hefur þótt eitt versta stýrikerfi Windows aðallega vegna hægagangs og vandamála sem snúa að vélbúnaði. Jafnframt gáfu þeir út skýrikerfi sín í viðskiptaútgáfum líkt og Windows NT.

Microsoft gaf út stýrkerfið Windows XP í október 2001. Þetta stýrikerfi þeirra hlaut miklar vinsældir og þótti mjög gott kerfi. Kerfið var gefið út sem Windows XP Home og Windows XP Professional. Munurinn var sá að Professional kerfið hafði fleiri öryggismöguleika en Home útgáfan. Microsoft hannaði og setti á markað spjaldtölvu (ekki fyrstu, en nærri lagi, þá sem náði nokkurri útbreiðslu, en síðar hafa samkeppnisaðilar komið með útgáfur sem eru ráðandi) sem einmitt keyrði á Windows XP kerfinu. Sú spjaldtölva náði engum vinsældum. Það var svo ekki fyrr en í ársbyrjun 2007 að nýtt stýrikerfi kom frá Microsoft. Kerfið hlaut nafnið Windows Vista og hafði fjöldann allan af nýjum forritum. Útlit kerfisins var algjörlega endurhannað og miklar áherslur voru lagðar á öryggi. Árið 2009 kom síðan Windows 7 í bæði 32-bita og 64-bita útgáfu. Verkefnastikan (e. taskbar) var endurhönnuð og framfarir urðu í afköstum kerfisins. Windows 8 kom út 26. október 2012. Þetta kerfi er hannað fyrir einkatölvur (e. personal computer), spjaldtölvur (e. tablet) og snjallsíma (e. smart phones). Þessar breytingar hafa fengið misjafna dóma sérstaklega vegna snertiskjáseiginleika kerfisins sem þykir ekki virka vel í einkatölvum.

Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 11 kom út 5. október 2021 (og þar áður Windows 10 þann 29. júlí 2015 sem jók vinsældir sínar hægt framan af en er nú vinsælasta útgáfan).

Málsóknir

breyta

Microsoft Corporation heldur bækistöðvar sínar í Redmond í Washington-fylki (en t.d. notar lágskattalandið Írland). Þeirra mest seldu og þekktustu vörur eru Windows-stýrikerfin, Microsoft Office skrifstofuhugbúnaður sem gefur þeim markaðráðandi stöðu á báðum sviðum. Microsoft er einnig mjög þekkt fyrir vafrann Internet Explorer (IE) sem fylgir með Windows ókeypis, ásamt nýja vafranum frá Microsoft Microsoft Edge, en Internet Explorer er ástæðan fyrir að Microsoft tapaði þegar bandaríska ríkið fór í mál við þá fyrir að misnota þessa markaðráðandi stöðu (Evrópusambandið sektaði líka Microsoft).

Microsoft hafði heldur ekki skrifað IE frá grunni, heldur notað forritskóða frá Spyglass, Inc. sem fór í mál vil Microsoft út af IE 1 því þeir fengu engin leyfisgjöld (af því að IE var dreift ókeypis), og samið var á endanum um 8 milljór dollara í greiðslu ári 1987. Microsoft hefur verið lögsótt út af (vörumerkja vernd, af Synet Inc. og) út af einkaleyfum í mismunandi málum, og tapað út af IE (Eolas) og í öðru máli (DoubleSpace í MS-DOS 6.0, Stac, Inc. vann 120 milljón dollara eða $5.5 á hvert eintak af seldu eintaki af MS-DOS 6.0).

Tengt efni

breyta