Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Rúm eða rekkja er húsgagn sem er notað til að hvíla sig á, sofa í og til að hafa samfarir. Yfirleitt samanstendur rúm af dýnu sem liggur ofan á viðargrind eða gormbotni. Höfuðgafl og fótagafl eru andstæðar hliðar í rúmi. Flestir nota kodda sem höfuðstoð, og teppi eða sæng til að halda sér hlýju, en ásamt laki og sængurverum nefnist það einu nafni rúmföt eða sængurföt.

Rúm á hóteli.
Henri de Toulouse-Lautrec (1893)

Upprunalega voru rúm ekki annað en hálmhrúga á beru gólfinu. Seinna tóku menn að lyfta svefnstæðinu frá gólfhæð til að forðast gegnumtrekk, óhreinindi og plágur. Egyptar notuðust við há rúmstæði og til að komast upp í þau klifruðu menn upp stiga. Rekkjur þessar voru hlaðnar púðum, koddum og dregið fyrir þær með tjöldum (lokrekkjutjöldum) til umlykja þær. Yfirstéttin í Egyptalandi svaf í rekkjum úr gylltum viði, hægindi þeirra ýmist úr steini, timbri eða málmi.

Í Ódysseifskviðu segir af rekkju og er líklega elsta frásögn af rúmstæði. Í kviðunni segir frá brúðkaupsrúmi Ódysseifs og konu hans Penelópu, en það var úr gríðarstórum olíuviði sem stóð þar sem þau giftust. Hómer lýsti eining tréverki rekkjanna sem voru með ígreypingum úr gulli, silfri og fílabeini. Forngríska rúmið var með ramma úr timbri, höfuðgafli og voru þakin skinnum. Síðar var rúmstæðið spónlagt dýrum viðum — stundum klætt fílabeini og þakið skjaldbökuskel með fætur úr silfri — en líka oft úr bronsi.

Rómverjar gerðu sér dýnur úr reyr, heyi, ull eða fjöðrum og höfðu litla púða til skrauts og þæginda. Rómverskar rekkjur voru tveggja manna og með höfuðgafli. Rúmstæði þeirra voru há og gengið upp stiga til þess að komast í þær.

Tegundir

breyta
  • Bálkur — svefn- og setbekkur
  • Beddi — rúm sem hægt er að leggja saman, einnig stundum haft um dívan
  • Hengirúm — oftast net strengt á milli tveggja stólpa
  • Hjónarúm — tvíbreitt rúm
  • Koja — tvö rúm þar sem annað er yfir hinu
  • Lokrekkja — þiljurúm, þilrekkja, rúm sem loka má fyrir
  • Óttóman — (breiður) hauslaus dívan (með pullum)
  • Rimlarúm — barnarúm með tvær eða allar hliðar úr rimlum
  • Vatnsrúm — rúm með dýnu sem fyllt er með volgu vatni

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.