Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Súrefni

frumefni með efnatáknið O og sætistöluna 8
   
Nitur Súrefni Flúor
  Brennisteinn  
Efnatákn O[1]
Sætistala 8[1]
Efnaflokkur Málmleysingi[1]
Eðlismassi 1,429[1] kg/
Harka Óviðeigandi
Atómmassi 15,9994[1] g/mól
Bræðslumark 50,35[1] K
Suðumark 90,18[1] K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Gas
Lotukerfið

Súrefni[1][2] eða ildi[1][2] er lit- og lyktarlaust[1] frumefni með efnatáknið O[1] og sætistöluna 8 í lotukerfinu. Súrefni er afar algeng lofttegund,[1] ekki bara á jörðu heldur líka annars staðar í alheiminum.

Við yfirborð jarðar bindast tvær súrefnisfrumeindir saman til að mynda tvíatóma súrefni (súrefni á sameindarformi táknað með O2 oftast einfaldlega kallað súrefni).[1] Talið er að starfsemi blágerla með tilheyrandi súrefnisframleiðslu og koldíoxíðbindingu hafi umbreytt andrúmslofti jarðar fyrir um tveimur og hálfum til þremur milljörðum ára, en fyrir þann tíma hafi það verið súrefnissnautt[3]. Allsnægtir þess í seinni tíð hafa mestmegnis komið frá jarðneskum plöntum, sem gefa frá sér súrefni við ljóstillífun. Í efri hluta andrúmsloftsins er einnig að finna einatóma súrefni (táknað O) og óson, sem er þríatóma súrefni (O3).

Fyrr á öldum var talið að súrefni þyrfti til að mynda sýru og þaðan er nafnið komið.

Sjá einnig

breyta

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. 1,00 1,01 1,02 1,03 1,04 1,05 1,06 1,07 1,08 1,09 1,10 1,11 1,12 Efnafræði
  2. 2,0 2,1 Eðlisfræði
  3. J. M. Olson (2006) Photosynthesis in the Archean era. Photosyn. Res. 88, 109–117 pdf[óvirkur tengill]

Tengill

breyta
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.