Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Tegund (líffræði)

(Endurbeint frá Tegund)

Tegund lífvera er grunneining líffræðilegrar fjölbreytni. Í vísindalegri flokkun er tegund lífvera gefið tvínefni þar sem fyrra heitið er heiti ættkvíslarinnar en það síðara til nánari aðgreiningar. Tegund er oft skilgreind sem safn einstaklinga sem geta í náttúrunni átt saman frjó og eðlileg afkvæmi. Þessa skilgreiningu er ekki alltaf hægt að nota, t.d. á bakteríur, sem æxlast kynlaust, þá verður að notast við útlit, efnasamsetningu eða lífshætti.

Frá því þróunarkenningin kom fram á sjónarsviðið hafa hugmyndir manna um hvað afmarki tegund lífveru breyst mikið. Ekkert almennt samkomulag er þó um það hvernig beri að skilgreina tegund. Almennasta skilgreiningin er upphaflega komin frá Ernst Mayr þar sem sá hæfileiki að geta eignast frjó afkvæmi innbyrðis aðgreini tegund frá öðrum, þetta hefur verið nefnt líffræðileg tegund. Ýmsar aðrar skilgreiningar eru til. Það tegundahugtak sem mest hefur verið notað af flokkunarfræðingum er útlitstegund (e. morphospecies) en þá er hver tegund afmörkuð út frá útliti. Sameindafræðilegar aðferðir hafa á seinni árum aukið möguleikana á að rannsaka mörk tegunda út frá erfðabreytileika þeirra.

Tenglar

breyta
  • „Hvaða merkingu hefur hugtakið tegund í líffræði?“. Vísindavefurinn.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.