Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Verg landsframleiðsla

Verg landsframleiðsla[a] (eða GDP af enska heitinu gross domestic product) er mælikvarði notaður í þjóðhagsreikningum á það hversu mikið er framleitt af tilbúnum vörum og þjónustu. Það mælir markaðsvirði allrar vöru og þjónustu, sem framleidd er til endanlegra nota innan lands á tilteknu tímabili. Einnig er hægt að mæla hreina landsframleiðslu og eru þá afskriftir og skuldir dregnar frá.

Verg landsframleiðsla ríkja árið 2014.
Verg landsframleiðsla á mann (miðað við kaupmáttarjöfnuð) í hverju ríki árið 2017.

Gerður er greinarmunur á þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu. Þjóðarframleiðsla er framleiðsla einnar þjóðar þar sem eigur og tekjur erlendra ríkisborgara eru ekki teknar með í reikninginn.

Landsframleiðsla mælir ekki það sem framleitt er á heimilum til einkanota. Hún mælir ekki heldur óskráð og ólögleg viðskipti innan neðanjarðarhagkerfis.

Hagvöxtur er mælieining á hlutfallslega breytingu á landsframleiðslu frá einu ári til annars.

Athugasemdir

breyta
  1. Vergur merkir „brúttó“, þ.e.a.s. afskriftir og skuldir hafa ekki verið dregnar frá.

Tenglar

breyta
  • Hagstofa Íslands
  • Ríkiskassinn
  • „Hvað er hagvöxtur?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað er átt við þegar talað er um vergar þjóðartekjur?“. Vísindavefurinn.
  • „Hver var meðalhagvöxtur á Íslandi á tuttugustu öld?“. Vísindavefurinn.