464
Útlit
Árþúsund: | 1. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 464 (CDLXIV í rómverskum tölum)
Atburðir
- 6. febrúar - Ricimer, yfirmaður vestrómverska hersins og raunverulegur stjórnandi ríkisins, sigrar Alana, sem höfðu ráðist inn í Ítalíu, í orrustu nálægt Bergamo.
- Aegidíus, vestrómverskur herforingi, deyr. Aegidíus stjórnaði svæði í norðvestur-Gallíu sem kallað hefur verið konungsríkið Soissons. Aegidíus var yfirmaður hersins í Vestrómverska ríkinu en virðist hafa slitið tengslum við ríkið þegar keisarinn Majoríanus var drepinn árið 461 og Libíus Severus skipaður keisari í hans stað. Skömmu áður en hann lést reyndi Aegidíus að mynda bandalag við Vandala, að talið er annað hvort gegn Vestgotum eða gegn Vestrómverska ríkinu. Sonur Aegidíusar, Syagríus, tekur við stjórn í Soissons og heldur völdum þar til ársins 486.
- Reimismund sameinar germönsku þjóðina Svefa undir sinni stjórn. Svefar höfðu þá sest að í norðvestanverðri Hispaníu, innan landamæra Vestrómverska keisaradæmisins. Reimismund stjórnar þjóð sinni sem bandamaður (foederati) vestrómverska ríkisins.
Fædd
- Hashim ibn Abd Manaf - Langafi Múhameðs spámanns (áætluð dagsetning).
Dáin
- Aegidíus - Rómverskur herforingi.