Klórdíoxíð
Útlit
Klórdíoxíð er efnasamband með formúlunni ClO2.
ClO2 er búið til í tilraunastofum með því að oxa borðsalt:[1]
- 2 NaClO2 + Cl2 → 2 ClO2 + 2 NaCl
Yfir 95% af því klórdíoxíði sem framleitt er í heiminum í dag er búið til úr borðsalti og notað til að bleikja pappírskvoðu. Klórdíoxíð er einnig notað til sótthreinsunar á drykkjarvatni og til að bleikja hveiti.
Klórdíoxíð er aðalefnið í mixtúrunni "MMS" eða "Miracle Mineral Solution" en heilbrigðisyfirvöld víða um lönd hafa varað við inntöku þessa iðnaðarbleikiefnis vegna aukaverkana svo sem ógleði og uppkasta. Landlæknir gaf 12. janúar 2010 út viðvörun vegna notkunar þess.[2]
Tilvísanir
- ↑ Derby, R. I.; Hutchinson, W. S. "Chlorine(IV) Oxide" Inorganic Syntheses, 1953, IV, 152-158.
- ↑ Viðvörun vegna kraftaverkalausnarinnar MMS (Miracle Mineral Solution)
Tenglar
- High Purity Catalytic Chlorine Dioxide Generation Method Geymt 8 janúar 2009 í Wayback Machine
- Major supplier of chlorine dioxide; processes and chemicals Geymt 12 október 2010 í Wayback Machine