Þvagefni
Útlit
(Endurbeint frá Úrefni)
Þvagefni, úrefni eða karbamíð er efnasamband köfnunarefnis, vetnis, súrefnis og kolefnis með byggingarformúluna CON2H4 eða (NH2)2CO. Hilaire Rouelle uppgötvaði efnið fyrst árið 1773 og það var fyrsta lífræna efnið sem tókst að búa til úr ólífrænu efni, en það gerði þýski vísindamaðurinn Friedrich Wöhler árið 1828 Þvagefni er til margra hluta nytsamlegt og er meðal annars notað í tilbúinn áburð, í sígarettur, í tannhvíttunarefni og til að brúna saltkringlur.
Þvagefni er mælt í mjólk og hátt gildi þess getur bent til rangrar fóðrunar (sjá PBV).