Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Alícante

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfnin í Alícante

Alícante (valensíska: Alacant) er borg í Alícantehéraði á Costa Blanca ströndinni og höfuðborg héraðsins. Borgin og samnefnt hérað er eru í suðurhluta Sjálfstjórnarhéraðs Valencía á Miðjarðarhafsströnd Spánar.

Íbúar borgarinnar sjálfrar voru um 331 þúsund árið 2016 en á stórborgarsvæðinu búa rúmlega 757 þúsund manns. Atvinnulíf í Alícante byggist á ferðamönnum og vínframleiðslu en auk þess er flutt þaðan út ólífuolía og ávextir.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.