Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Angelina Jolie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Angelina Jolie
Angelina
Angelina
Upplýsingar
FæddAngelina Jolie Voight
4. júní 1975 (1975-06-04) (49 ára)
Helstu hlutverk
Lisa í Girl, Interrupted
Lara Croft í Lara Croft: Tomb Rider
Christine Collins í Changeling

Angelina Jolie (fædd Angelina Jolie Voight 4. júní 1975) er bandarísk leikkona og sendiherra. Hún hefur unnið til þrennra Golden Globe-verðlauna, tvennra Screen Actors Guild-verðlauna og einna óskarsverðlauna.

Þrátt fyrir að hafa leikið í kvikmyndinni Lookin' To Get Out sem barn ásamt föður sínum Jon Voight árið 1982, byrjaði leikferill hennar ekki fyrir alvöru fyrr en í Cyborg 2 árið 1993. Fyrsta aðalhlutverkið hennar í stórri mynd var í Hackers (1995). Hún lék í myndum um ævi George Wallace (1997) og Gia (1998). Báðar myndirnar fengu góða dóma gagnrýnenda og vann Angelina óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir framistöðu sína í drama-myndinni Girl, Interrupted árið 1999. Jolie varð frægari eftir að hafa leikið Löru Croft í Lara Croft: Tomb Raider árið 2001 og síðan þá hefur hún unnið sig á stall frægustu og hæst launuðu leikkvenna í Hollywood. Hún hefur átt mestri velgengni að fanga eftir að hafa leikið í hasar-gamanmyndinni Mr. & Mrs. Smith árið 2005 og teiknimyndinni Kung Fu Panda árið 2008.

Eftir að hafa skilið við leikarana Jonny Lee Miller og Billy Bob Thorton bjó Jolie með leikaranum Brad Pitt og vakti samband þeirra athygli um heim allan. Jolie og Pitt eiga þrjú ættleidd börn, Maddox, Pax og Zahara og einnig þrjú önnur börn, Shiloh, Knox og Vivienne. Árið 2016 skildu Jolie og Pitt vegna óyfirstíganlegs ágreinings.[1]

Æska og fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Jolie er fædd í Los Angeles í Kaliforníu og er dóttir leikaranna Jon Voight og Marcheline Bertrand. Hún er frænka Chip Taylor, systir James Haven og er guðdóttir Jacqueline Bisset og Maximilian Schell. Í föðurættina er Jolie af tékkóslóvakískum- og þýskum ættum og í móðurætt er hún frönsk-kanadísk.

Eftir skilnað foreldranna árið 1976 voru Jolie og bróðir hennar alin upp hjá móður sinni, sem hafði yfirgefið leikferill sinn og flutt með þau til Palisades í New York. Sem barn horfði Jolie reglulega á kvikmyndir sem móðir hennar hafði leikið í og segir að það hafi aukið áhuga hennar á leiklist og að faðir hennar hafi ekki haft mikil áhrif á hana. Þegar Angelina var ellefu ára flutti fjölskyldan aftur til Los Angeles og ákvað Angelina að hún vildi læra leiklist og innritaðist í Lee Strasberg-leikhússtofnunina þar sem hún þjálfaðist í tvö ár og lék í nokkrum leiksýningum. Hún minntist þess seinna að þegar hún var nemandi í menntaskólanum í Beverly Hills að börn áhrifameiri fjölskyldna á svæðinu einangruðu sig. Móðir Jolie lifði á minni tekjum og gekk Angelina oft í notuðum fötum. Henni var strítt af öðrum nemendum sérstaklega út af því að hún var mjög mjó, gekk með gleraugu og var með spangir. Sjálfstraust hennar var í molum þegar henni mistókst sem fyrirsætu. Hún byrjaði síðan að skera sig og segir seinna „Ég safnaði hnífum og hafði alltaf ákveðna hluti í kringum mig. Einhvern veginn var siðurinn að skera mig og að finna sársaukann, kannski að finnast ég vera lifandi, varð nokkurs konar losun, einhvern veginn var það læknandi fyrir mig.“

Þegar Angelina var 14 ára hætti hún í leiklistartímum og vildi verða útfarastjóri. Á þessu tímabili klæddist hún svörtu og litaði hárið á sér fjólublátt. Tveimur árum seinna leigði hún íbúð yfir bílskúr nokkrum götum frá móður sinni. Hún sneri aftur í leiklistina og útskrifaðist úr menntaskóla.

Jolie hefur alltaf verið í litlu sambandi við föður sinn. Þau reyndu að vera í sambandi um tíma og var hann með henni við tökur á Lara Croft árið 2001. Í júlí 2002 sendi Angelina inn beiðni um að breyta nafninu sínu í Angelina Jolie og taka út Voight-ættarnafnið; nafnabreytingin átti sér stað 12. september 2002. Í ágúst það sama ár sagði Voight að dóttir hans glímdi við alvarleg geðvandamál. Jolie sagði seinna að hún vildi ekki hafa meira samband við föður sinn og sagði: „Við faðir minn tölum ekki saman. Ég er ekki reið honum. Ég trúi því ekki að fjölskylda einhvers verði blóð hans, vegna þess að sonur minn er ættleiddur og fjölskylda er áunnin.“ Hún sagði líka að hún vildi ekki segja opinberlega hvers vegna hún vildi slíta sambandi við föður sinn en vegna þess að hún hafði ættleitt son fannst henni að það væri ekki gott fyrir hann að umgangast Voight.

Vinna 1993-1997

[breyta | breyta frumkóða]

Jolie byrjaði að vinna sem fyrirsæta þegar hún var 14 ára gömul og vann hún aðallega í Los Angeles, New York og London. Á þeim tíma kom hún fram í nokkrum tónlistarmyndböndum, meðal annars með Meat Loaf, Antonello Venditti og Lenny Kravitz. Þegar hún var 16 ára sneri hún aftur í leikhúsið og lék fyrsta hlutverk sitt. Hún byrjaði að læra af föður sínum, þar sem hún tók eftir því hvernig hann kannaði fólk til þess að verða eins og það. Samband þeirra á þessum tíma var ekki eins þvingað og áttaði Angelina sig á því að þau voru bæði dramadrottningar.

Jolie kom fram í fimm myndum bróður síns, sem hann gerði á meðan hann gekk í USC Scool of Cinematic Arsts, en ferill hennar sem atvinnuleikari hófst árið 1993, þegar hún lék fyrsta aðalhlutverkið sitt í ódýru myndinni Cyborg 2, sem Casella „Cash“ Reese, næstum mannlegt vélmenni, hannað til þess að komast inn í höfuðstöðvar keppinautarins og svo sprengja sjálfa sig. Eftir aukahlutverk í óháðu myndinni Without Evidence lék Jolie Kate „Acid Burn“ Libby í fyrstu Hollywood-kvikmyndinni sinni, Hackers árið 1995, þar sem hún hitti fyrsta eiginmann sinn, Jonny Lee Miller. New York Times skrifaði að Katie (Angelina Jolie) skaraði fram úr. Það væri vegna þess að hún yggldi sig miklu meira og betur en meðleikarar sínir og væri sjaldséði kvenkyns tölvuhakkarinn sem situr við lyklaborðið í gegnsæjum bol. Þrátt fyrir þögult viðmót hefði ungfrú Jolie allt sem til þarf fyrir hlutverkið og hefði útlit föður síns, Jon Voight. Myndinni tókst ekki að hala inn miklum tekjum en gengi hennar batnaði þegar hún kom út á spólu.

Hún lék Ginu Malacici í gamanmyndinni Love Is All There Is árið 1995, mynd lauslega byggðri á Rómeó og Júlíu og fjallaði um erjur tvegga ítalskra fjölskyldna sem áttu veitingastaði í Bronx í New York borg. Í myndinni Mojave Moon (1996) var hún yngst og hét Eleanor Rigby, sem fellur fyrir persónu Danny Aiello, á meðan hann reynir móður hennar sem leikin er af Anne Archer. Árið 1996 lék Jolie Margret „Legs“ Sadovsky, eina af fimm unglinsstúlkum sem mynda ótrúleg tengsl í kvikmyndinni Foxfire eftir að þær lúskra á kennara sem hafði verið að nota þær kynferðislega. Los Angeles Times skrifaði þetta um frammistöðu hennar: „Það tók nokkurn tíma að átta sig á þessari persónu en Jolie, dóttir Jons Voight, hefur þá nærveru að maður kemst yfir persónuna. Þrátt fyrir að sagan sé sögð af Maddy er Legs viðfangsefnið og hvati efnisins.“

Árið 1997 lék Jolie á móti David Duchonvy í spennumyndinni Playing God sem gerðist í undirheimum Los Angeles. Myndin fékk ekki góða dóma og var frammistaða Jolie gagnrýnd og hún sögð vera of góð til þess að leika kærustu glæpamanns. Eftir það lék hún í sjónvarpsmyndinni True Women, rómantískri-dramamynd sem gerist í bandaríska vestrinu og byggð á bók eftir Janice Woods Windle. Þetta ár lék hún í tónlistarmyndbandi við lagið Anybody Seen My Baby? með The Rolling Stones.

Uppgötvun 1997-2000

[breyta | breyta frumkóða]
Jolie í Fröken tímaritinu árið 2015

Ferill Jolie byrjaði að takast á loft eftir að hún lék Corneliu Wallace í mynd um ævi George Wallace árið 1997 og vann hún Golden Globe-verðlaun og tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína. Myndin, sem leikstýrt var af John Frankenheimer, var lofsömuð af gagnrýnendum og fékk Golden Globe-verðlaun fyrir bestu kvikmyndina gerða fyrir sjónvarp. Hún lék aðra eiginkonu fyrrum fylkisstjórans sem var skotinn og lamaður árið 1972 þegar hann bauð sig fram til forseta.

Árið 1998 lék Jolie í Gia og lék ofurfyrirsætuna Giu Carangi. Myndin sýndi heim kynlífs, eiturlyfja og tilfinningalegs drama og líf Carangi og feril eftir að hún varð eiturlyfjafíkill og afneitun hennar og síðan dauða úr alnæmi. Vanessa Vance frá Reel.com sagði „Angelina Jolie varð fræg fyrir hlutverk sitt sem Gia og er auðvelt að sjá af hverju. Jolie er áköf í hlutverki sínu og fyllir hlutverkið spennu, sjarma og eftirvæntingar og er hlutverk hennar í þessari mynd fallegasta lestarslys sem nokkurn tímann hefur verið kvikmyndað.“ Annað árið í röð vann Jolie Golden Globe-verðlaun og var tilnefnd til Emmy-verðlauna. Hún vann einnig sín fyrstu Screen Actors Guild-verðlaun. Samkvæmt aðferð sem hún lærði í Lee Strasberg-leiklistarskólanum var Jolie oft í karakter þó að slökkt væri á myndavélunum í fyrstu myndum sínum og fékk hún það orðspor að það væri erfitt að vinna með henni. Á meðan tökum á Giu stóð sagði hún þáverandi eiginmanni sínum, Jonny Lee Miller, að hún myni ekki geta hringt í hann: „Ég myndi segja við hann: ‚Ég er ein; Ég er að deyja; Ég er samkynhneigð; Ég á ekki eftir að sjá þig í margar vikur‘.“

Fyrirmynd greinarinnar var „Angelina Jolie“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt ágúst 2009.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Angelina Jolie sækir um skilnað Rúv. Skoðað 20.september, 2016.