Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Brandari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brandari eða skrýtla er stutt saga eða spurning sem sett er fram í hálfkæringi í þeim tilgangi að vekja hlátur hjá lesanda eða áheyranda. Til eru mismunandi gerðir brandara og má þar nefna fimmaurabrandara, pabbabrandara, dónabrandara og tarsanbrandara.[1]

Íslensk fyndni er safn séríslenska brandara.

Gamalt dæmi um notkun orðsins brandari sem skrýtla er í greinasafninu Við uppspretturnar eftir Einar Ó. Sveinsson, frá 1956.[2][3] Orðið er þó mun eldra í þessari merkingu[4] sem kemur upprunalega úr dönsku 19. aldar máli.[5] Upprunaleg merking orðsins brandari er skip sem kveikt var í og fleytt að skipum óvinarins til að kveikja í þeim í sjóorrustu.[6][7]

  1. Guðrún Kvaran (27.11.2013). „Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar"?“. Vísindavefurinn.
  2. Haukur Már Helgason (27.6.2000). „Hvenær kemur orðið brandari fyrst fram í rituðu máli og hvernig tengist það gamansemi?“. Vísindavefurinn.
  3. „brandari“. Ritmálssafn Orðabókar Háskóla Íslands.
  4. „Purpurarauði kjóllinn“. Dagsbrún. 17. ágúst 1908. bls. 2. Sótt 14. október 2024. „Í huganum heyrði hún stúlkurnar hlæja og flissa, heyrði Bachman gamla æpa brandara sína, sem enginn skyldi [...]
  5. „brander“. Ordnet.dk. Den danske ordbog.
  6. Børresen, Jacob (29. ágúst 2024), „brander – skip“, Store norske leksikon (norska), sótt 14. október 2024
  7. sjá dæmi á Tímarit.is

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]