Bláklukkubálkur
Útlit
(Endurbeint frá Campanulales)
Bláklukkubálkur (fræðiheiti: Campanulales) var ættbálkur blómplantna. Ættbálkurinn var notaður undir Cronquist-flokkunarkerfinu en síðan APG-kerfið var birt hefur bláklukkubálkur að mestu leyti verið talinn tilheyra körfublómabálki (Asterales), fyrir utan ættkvíslina Sphenoclea, sem tilheyrir nú kartöflubálki (Solanales).
Ættir
[breyta | breyta frumkóða]Þær ættir sem áður tilheyrðu bláklukkubálki eru eftirfarandi, ásamt fjölda ættkvísla og tegunda:
- Pentaphragmataceae - 1 ættkvísl, Pentaphragma með 30 tegundum frá Suðaustur-Asíu.
- Sphenocleaceae - 1 ættkvísl með 2 tegundum.
- Campanulaceae (Bláklukkuætt) - 84 ættkvíslir með nærri því 2400 tegundum.
- Stylidiaceae (Gikkjurtaætt) - 5 ættkvíslir með yfir 240 tegundum.
- Donatiaceae - heyrir nú undir gikkjurtaætt.
- Goodeniaceae - 12 ættkvíslir með 404 tegundum.
- Brunoniaceae - aðeins ein tegund, Brunonia australis, sem tilheyrir nú Goodeniaceae.