Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Cathay Pacific

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrsta farrými um borð í Cathay Pacific-þotu.

Cathay Pacific (kínverska: 國泰航空公司) er flugfélag sem hefur höfuðstöðvar sínar í Hong Kong og sinnir einkum flugi þaðan og frá Bangkok og Taipei til áfangastaða í 36 löndum.

Flugfélagið var stofnað í Shanghai 24. september 1946 af Bandaríkjamanninum Roy C. Farrell og Ástralanum Sydney H. de Kantzow, sem báðir voru fyrrverandi herflugmenn. Nafnið Cathay Pacific er þannig til komið að Cathay er fornt heiti á Kína og draumur stofnendanna var vélar félagsins ættu eftir að fljúga yfir Kyrrahaf. Óhætt er að segja að sá draumur hafi ræst en það varð þó ekki fyrr en um 1980. Fram að því var eingöngu flogið innan Asíu.

Árið 1998 flaug ein flugvéla félagsins fyrsta beina farþegaflugið yfir Norðurpólinn, milli New York og Hong Kong. Hún varð um leið fyrsta vélin til að lenda á nýja alþjóðaflugvellinum í Hong Kong.

Í þotum Cathay Pacific er farþegum á fyrsta farrými boðið upp á sæti sem hægt er að breyta í rúm í fullri stærð og má heita að hver farþegi hafi sinn einkaklefa.