Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Hjaltalín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hjaltalín (hljómsveit))
Hjaltalín
Upplýsingar
UppruniReykjavík
Ár2004-núverandi
ÚtgáfufyrirtækiKimi Records, Borgin, Hjaltalín
MeðlimirAxel Haraldsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Högni Egilsson, Sigríður Thorlacius, Viktor Orri Árnasson
Fyrri meðlimirGrímur Helgasson, Rebekka Bryndís Bjarnadóttir, Þorbjörg Daphne Hall
Vefsíðahjaltalinmusic.com

Hjaltalín er íslensk hljómsveit sem hefur gefið út fimm breiðskífur. Platan Terminal var valin poppplata ársins 2009 á Íslensku tónlistarverðlaununum.[1]

Hljómsveitin var stofnuð í MH haustið 2004 í tengslum við lagakeppni MH, Óðrík algaula. Tveimur árum síðar kom hljómsveitin fram í Kastljósi sem rokk-kvartett með fjórum klassískum hljóðfærum. Næsti stóri viðburður Hjaltalín var Iceland Airwaves 2006 og hafði þá Sigríður Thorlacius söngkona gengið til liðs við sveitina.[2]

Meðlimir sveitarinnar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Axel Haraldsson trommuleikari
  2. Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari
  3. Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari
  4. Högni Egilsson söngvari og gítarleikari
  5. Sigríður Thorlacius söngkona
  6. Viktor Orri Árnasson fiðluleikari

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sleepdrunk Seasons (2007)
  • Terminal (2009)
  • Enter 4 (2012)
  • Days of Gray (2014)
  • Hjaltalín (2020)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hjaltalín verðlaunuð fyrir poppplötu ársins 2009“. Sótt 29. september 2010.
  2. „About Hjaltalín“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2010. Sótt 29. september 2010.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.