Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Konungar Frakklands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Konungur Frakklands)

Umdeilt er hvenær Frakkland varð til sem ríki. Stundum er miðað við Mervíkingaríkið sem Frankinn Clovis 1. stofnaði 486 eftir að hafa unnið sigur á síðasta herforingja Rómverja í Gallíu. Það konungsríki leið undir lok á 8. öld. Vestur-Frankaland var stofnað með friðarsamningunum i Verdun 843 og er við það miðað hér, þar sem það ríki þróaðist yfir í Frakkland síðari alda. Listinn hefst því á Karli sköllótta, sonarsyni Karlamagnúsar.

Odo og Rúdolf hertogi af Búrgund voru ekki af Karlungaætt, heldur af ætt sem kennd hefur verið við Róbert sterka, föður Odo og Róberts 1. Sú ætt kallaðist síðar Capet-ættin eða Kapetingar og var kennd við Húgó Capet, son Húgós mikla, son Róberts 1..


Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Karl 2. sköllótti
(Charles II le Chauve)
843 6. október 877 Sonur Loðvíks guðhrædda, sonar Karlamagnúsar (Karls 1.).
Loðvík 2. málhalti
(Louis II le Bègue)
6. október 877 10. apríl 879 Sonur Karls 2.
Loðvík 3. 10. apríl 879 5. ágúst 882 Sonur Loðvíks 2.
Karlóman 2. 10. apríl 879 6. desember 884 Sonur Loðvíks 2.
Karl feiti
(Charles le Gros)
885 13. janúar 888 Sonur Loðvíks þýska, sonar Loðvíks guðhrædda.
Odo greifi af París
(Eudes de Paris)
29. febrúar 888 1. janúar 898 Sonur Róberts sterka.
Karl 3. einfaldi
(Charles III le Simple)
1. janúar 898 30.júní 922 Sonur Loðvíks 2., fæddur eftir lát hans. Yngri hálfbróðir Loðvíks 3. og Karlamagnúsar 2.
Róbert 1.
(Robert I)
30. júní 922 15. júní 923 Sonur Róberts sterka
Yngri bróðir Odos.
Rúdolf hertogi af Búrgund
(Raoul de France)
13. júlí 923 14. janúar 936 Tengdasonur Róberts 1.
Loðvík 4. handan hafsins
(Louis IV d'Outremer)
19. júní 936 10. september 954 Sonur Karls 3.
Lóthar Frakkakonungur
(Lothaire de France)
12. nóvember 954 2. mars 986 Sonur Loðvíks 4.
Loðvík 5. lati
(Louis V le Fainéant)
8. júní 986 22. maí 987 Sonur Lóthars.

Capet-ættin eða Kapetingar, afkomendur Húgós Capet í karllegg, stýrði Frakklandi samfleytt frá 987 til 1792 og aftur frá 1814 til 1848. Eftir 1328 er ættin þó greind í tvær undirættir, Valois-ætt og Bourbon-ætt.

Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Húgó Capet
(Hugues Capet)
3. júlí 987 24. október 996 Sonarsonur Róberts 1.
Róbert 2. hreintrúaði
(Robert II le Pieux)
24. október 996 20. júlí 1031 Sonur Húgós Capet.
Hinrik 1.
(Henri I)
20. júlí 1031 4. ágúst 1060 Sonur Róberts 2.
Filippus 1.
(Philippe I)
4. ágúst 1060 29. júlí 1108 Sonur Hinriks 1.
Loðvík 6. feiti
(Louis VI le Gros)
29. júlí 1108 1. ágúst 1137 Sonur Filippusar 1.
Loðvík 7. ungi
(Louis VII le Jeune)
1.ágúst 1137 18. september 1180 Sonur Loðvíks 6.
Filippus 2. Ágústus
(Philippe II Auguste)
18. september 1180 14. júlí 1223 Sonur Loðvíks 7.
Loðvík 8. ljón
(Louis VIII le Lion)
14. júlí 1223 8. nóvember 1226 Sonur Filippusar 2.
Loðvík 9. hinn helgi
(Saint Louis)
8. nóvember 1226 25. ágúst 1270 Sonur Loðvíks 8.
Filippus 3. hinn djarfi
(Philippe III le Hardi)
25. ágúst 1270 5. október 1285 Sonur Loðvíks 9.
Filippus 4. fagri
(Philippe IV le Bel)
5. október 1285 29. nóvember 1314 Sonur Filippusar 3.
Loðvík 10. þrætugjarni
(Louis X le Hutin)
29. nóvember 1314 5. júní 1316 Sonur Filippusar 4.
Jóhann 1. Posthumous
(Jean Ier le Posthume)
15. nóvember 1316 20. nóvember 1316 Sonur Loðvíks 10.
Filippus 5. hávaxni
(Philippe V le Long)
20. nóvember 1316 3. janúar 1322 Sonur Filippusar 4.
Yngri bróðir Loðvíks 10.
Karl 4. fagri
(Charles IV le Bel)
3. janúar 1322 1. febrúar 1328 Sonur Filippusar 4.
Yngri bróðir Filippusar 5.

Valois-ætt (1328-1498)

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Filippus 6. heppni
(Philippe VI de Valois, le Fortuné)
1. febrúar 1328 22. ágúst 1350 Sonur Karls af Valois, sonar Filippusar 3.
Jóhann 2. góði
(Jean II le Bon)
22. ágúst 1350 8. apríl 1364 Sonur Filippusar 6.
Karl 5. vitri
(Charles V le Sage)
8. apríl 1364 16. september 1380 Sonur Jóhanns 2.
Karl 6. ástkæri eða brjálaði
(Charles VI le Bienaimé, le Fol)
16. september 1380 21. október 1422 Sonur Karls 5.
Karl 7. sigursæli
(Charles VII le Victorieux, le Bien-Servi)
21. október 1422 22. júlí 1461 Sonur Karls 6.
Loðvík 11.
(Louis XI le Prudent, l'Universelle Aragne)
22. júlí 1461 30. ágúst 1483 Sonur Karls 7.
Karl 8.
(Charles VIII l'Affable)
30. ágúst 1483 7.apríl 1498 Sonur Loðvíks 11.

Kapetingar, Valois-Orléans-grein (1498-1515)

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Loðvík 12. faðir þjóðarinnar
(Louis XII le Père du Peuple)
7. apríl 1498 1. janúar 1515 Langafabarn Karls 5.
Frændi og tengdasonur Loðvíks 11.
Giftist Önnu af Bretagne, ekkju Karls 8. frænda síns.

Kapetingar, Valois-Angoulême-grein (1515-1589)

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Frans 1.
(François Ier le Père et Restaurateur des Lettres)
1. janúar 1515 31. mars 1547 Langa-langafabarn Karls 5.
Frændi og tengdasonur Loðvíks 12.
Hinrik 2.
(Henri II)
31. mars 1547 10. júlí 1559 Sonur Frans 1.
Frans 2.
(François II)
10. júlí 1559 5. desember 1560 Sonur Hinriks 2.
Karl 9. 5. deseber 1560 30. maí 1574 Sonur Hinriks 2.
Yngri bróðir Frans 2.
Hinrik 3.
(Henri III)
30. maí 1574 2. ágúst 1589 Sonur Hinriks 2.
Yngri bróðir Karls 9.
Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Hinrik 4.
(Henri IV, le Bon Roi Henri, le Vert-Galant)
2. ágúst 1589 14. maí 1610 Afkomandi Loðvíks 9. í 10. lið í beinan karllegg.
Móðuramma hans var systir Frans 1.
Þremenningur við (og mágur) Frans 2., Karl 9. og Hinriks 3.
Loðvík 13. réttláti
(Louis XIII le Juste)
14. maí 1610 14. maí 1643 Sonur Hinriks 4.
Loðvík 14. mikli, sólkonungurinn
(Louis XIV le Grand, le Roi Soleil)
14. maí 1643 1. september 1715 Sonur Loðvíks 13.
Loðvík 15. ástkæri
(Louis XV le Bien-Aimé)
1. september 1715 10. maí 1774 Sonarsonarsonur Loðvíks 14.
Loðvík 16. síðasti
(Louis XVI le Dernier)
10. maí 1774 10. ágúst 1792 Sonarsonur Loðvíks 15.

Loðvík Karl, sonur Loðvíks 16., var konungur Frakklands að nafninu til frá 21. janúar 1793 til 8. júní 1795. Hann var þó fangi allan þann tíma og byltingarforingjar höfðu völdin. Þegar hann dó gerði föðurbróðir hans, Loðvík Stanislás, tilkall til krúnunnar sem Loðvík 18. Hann varð þó ekki konungur Frakklands í raun fyrr en 1814.

Fyrsta franska lýðveldið stóð frá 1792 til 1804, en þá var fyrsti konsúll þess, Napóleon Bónaparte, lýstur keisari Frakklands.

Mynd Nafn Keisari frá Keisari til Tengsl við forvera
Napóleon 1., hinn mikli
(Napoléon I, le Grand)
18. maí 1804 11. apríl 1814.
Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Loðvík 18. 2. maí 1814 13. mars 1815 Yngri bróðir Loðvíks 16.
Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Napóleon 1.
(Napoléon I)
20.mars 1815 22. júní 1815.

Frá 22. júní til 7. júlí 1815 litu stuðningsmenn Napóleons á son hans, Napóleon 2., sem lögmætan handhafa krúnunnar þar sem faðir hans hafði afsalað henni til sonarins. Drengurinn var þó aldrei raunverulegur þjóðhöfðingi, enda bjó hann í Austurríki með móður sinni. Loðvík 18. settist aftur á konungsstól 7. júlí.

Kapetingar, Bourbon-grein, endurreist öðru sinni (1815-1830)

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Loðvík 18. 7. júlí 1815 16. september 1824 Yngri bróðir Loðvíks 16.
Karl 10. 16. september 1824 2. ágúst 1830 Yngri bróðir Loðvíks 16. og Loðvíks 18.

Kapetingar, Bourbon-Orléans-grein (Júlíkonungdæmið 1830-1848)

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Nafn Konungur frá Konungur til Tengsl við forvera
Lúðvík Filippus 1. borgarakonungurinn
(Louis Philippe, le Roi Citoyen)
9. ágúst 1830 24. febrúar 1848 Afkomandi Loðvíks 13. í sjötta lið í beinan karllegg.
Fimmmenningur við Loðvík 16., Loðvík 18. og Karl 10.

Annað franska lýðveldið stóð frá 1848 til 1852, en þá var forseti þess, Louis-Napoléon Bonaparte, lýstur keisari Frakklands.

Mynd Nafn Keisari frá Keisari til Tengsl við forvera
Napóleon 3.
(Napoléon III)
2. desember 1852 4. september 1870 Bróðursonur Napóleons 1.

Þjóðhöfðingjar eftir 1871

[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir forseta Frakklands.