Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Kossageit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barn með kossageit í kringum munninn.
Kossageitar-blöðrur á ungabarni sem hafa sprungið.

Kossageit (impetigo) er bakteríusýking í ystu lögum húðarinnar. Algengasta gerð kossageitar byrjar sem rautt sár eða blöðrur nærri munni eða nefi sem rofna svo. Úr þeim kemur gröftur og eftir stendur gulleitt hrúður. Eftir hrúðrið kemur fram rauður blettur sem grær alveg án þess að skilja eftir ör. Kossageit veldur ekki sársauka, en hún getur valdið kláða. Með snertingu getur kossageitin smitast yfir á önnur svæði líkamans. Sjaldgæfari birtingarmynd kossageitar er á hand- eða fótleggjum, eða hjá ungabörnum sem vökvafylltar blöðrur.

Kossageit orsakast oftast af bakteríunni Staphylococcus aureus og stundum Streptococcus pyogenes. Fólk losnar vanalega af kossageit af sjálfu sér, en líka er hægt að nota sýkladrepandi krem eða lyf.[1][2]

Kossageit smitast auðveldlega með snertingu.

  1. Kossageit Geymt 2 júní 2017 í Wayback Machine. Embætti landlæknis
  2. Impetigo: diagnosis and treatment.Hartman-Adams, H; Banvard, C; Juckett, G. American Family Physician. 2014.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.