Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Lancaster

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lancaster.

Lancaster (borið fram [/ˈlæŋkəstər/] eða [/ˈlæŋkæstər/]) er borg í Norðvestur-Englandi. Hún er höfuðborg sýslunnar Lancashire og liggur við ána Lune. Íbúar eru um 52.000 manns í borginni (2001) og 143.500 á þéttbýlissvæðinu. Nokkrir bæir liggja á þéttbýlasvæðinu, eins og Morecambe.

Heitið Lancashire er upprunnið úr heiti borgarinnar. Borgin hefur löngu verið viðskipta-, menningar- og menntunarmiðstöð. Hún er tengd breska konungsveldinu; Lancaster-ættin var grein enska konungsveldsins. Elísabet 2. á nokkrar landareignir í hertogadæminu Lancaster og hún er sjálf hertogi af Lancaster. Lancaster varð opinber borg árið 1937 vegna „langvarandi tengsla við konungsveldið“.

Aðalbygging borgarinnar er kastallinn í Lancaster.