Vogin
Útlit
(Endurbeint frá Libra (stjörnumerki))
Vogin (latína: Libra) er stjörnumerki í dýrahringnum staðsett á suðurhimni. Það er kennt við vog. Í babýlonskri stjörnufræði var þetta stjörnumerki þegar þekkt. Vogarskálarnar táknuðu sannleika og réttlæti. Stjörnumerkið hefur líka verið túlkað sem klær Sporðdrekans. Í Egyptalandi var það túlkað sem bátur.
Bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu, Zubeneschamali eða Beta Librae, er blá meginraðarstjarna í 185 ljósára fjarlægð frá sól.