Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Nýja-Suður-Wales

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá New South Wales)

Nýja-Suður-Wales er eitt sex fylkja í Ástralíu. Höfuðborg þess er Sydney. Nýja-Suður-Wales var upphaflega stofnað sem fyrsta nýlenda Breta í Ástralíu, 1788 og náði þá frá austurströndinni þangað sem í dag er Vestur-Ástralía. Síðan var smám saman skipt út úr henni landi og til urðu fylkin Victoria, Suður-Ástralía, Queensland og Tasmanía. Enn síðar, þegar Samveldið Ástralía var stofnað árið 1901 var land undir Höfuðborgarsvæði Ástralíu tekið undan fylkinu og þar stofnuð höfuðborgin Canberra. Í dag er Nýja-Suður-Wales fjölmennasta fylkið og helsta miðstöð bæði menningar- og efnahagslífs Ástralíu.

  Þessi Ástralíugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.