Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Princeton (New Jersey)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Princeton, New Jersey)
Vor í Princeton
Sjá einnig aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar Princeton

Princeton, New Jersey er heiti á hluta af Mercer-sýslu í New Jersey í Bandaríkjunum. Princeton greinist í tvö bæjarfélög, annar svegar Princeton Township og hins vegar Princeton Borough, sem klauf sig frá Princeton Township árið 1894 vegna deilu um skólaskatta. Princeton Borough er umkringt af Princeton Township. Af þessum sökum er stundum talað um „the two Princetons“ eða „Princetonin tvö“. Bæjarfélögin tvö tóku seinna höndum saman í skólamálum og hafa samvinnu með sér um ýmislegt annað. Þrisvar sinnum hefur verið kosið um að sameina aftur bæjarfélögin en tillagan hefur ávallt verið felld, naumlega þó.

Í Princeton m.a. að finna Princeton University. Háskólasvæðið er að mestu leyti innan bæjarmarka Princeton Borough en teygir sig einnig út í Princeton Township auk þess sem háskólinn á landsvæði í öðrum nærliggjandi bæjarfélögum, svo sem West Windsor Township. Skólinn var stofnaður árið 1746 og er annar tveggja háskóla í New Jersey sem stofnaðir voru fyrir Frelsisstríð Bandaríkjanna (Rutgers University er hinn háskólinn).

Í júlí 2005 kusu CNN/Money og Money magazine Princeton í 15. sæti á lista yfir 100 bestu staði Bandaríkjanna til að búa á[1].

Fyrirmynd greinarinnar var „Princeton, New Jersey“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. júlí 2006.

  1. 100 bestu staði Bandaríkjanna til að búa á