Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Stóribjörn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stóribjörn á stjörnukorti.

Stóribjörn (latína: Ursa Major) er stjörnumerki á norðurhimni. Stóribjörn er eitt af 48 stjörnumerkjum sem Kládíos Ptólemajos lýsti í fornöld. Hluti Stórabjarnar er stjörnusamstæða sem er oftast kölluð Karlsvagninn á íslensku, en gengur líka undir ýmsum öðrum nöfnum. Stóribjörn er pólhverft stjörumerki sem virðist snúast um punkt sem er yfir norðurpólnum. Tvær björtustu stjörnurnar í stjörnumerkinu, Dubhe og Merak, eru leiðarstjörnur sem vísa á Pólstjörnuna. Karlsvagninn og Pólstjarnan koma fyrir á fána Alaska.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.