Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Tyggigúmmítónlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tyggjópopp)

Tyggigúmmí er stefna sem var sem mest áberandi seint á sjöunda áratugnum og aðeins fram á áttunda áratuginn. Hún er undirstefna popptónlistar og hefur stundum verið kölluð tyggigúmmí rokk eða tyggigúmmí popp. Hún lifði mjög stutt en margar af þeim hljómsveitum sem voru kenndar við þessa stefnu þekkjast enn í dag. Auk þess er ekki heldur hægt að segja að hún hafi haft nein gríðarleg áhrif. Þessi stefna var undir áhrifum frá bæði rokki og poppi. Það voru aðallega framleiðendur sem drifu þessa stefnu áfram og oft voru fengnir óþekktir tónlistarmenn.

Einar af þekktustu hljómsveitum stefnunnar voru The Archies, Ohio Express og 1910 Fruitgum Company.[1] Tyggigúmmí hljómsveitir voru yfirleitt lítt þekktir tónlistarmenn sem voru fengnir til þess að spila og syngja, einhverjir aðrir, sem yfirleitt voru þá þekktari, voru síðan fengnir til þess að vera andlit hljómsveitarinnar. Einnig var mjög vinsælt að búa til teiknimyndapersónur. [2]

Orðsifjafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Hugtakið tyggigúmmítónlist var sett fram af Kasenetz-Katz. Þeir sögðu í viðtali að hugmyndin hefði komið fram í gamni. Þeir töluðu um ákveðna tónlist sem tyggigúmmítónlist, bara vegna einkennis og eðlis hennar. Þeim fannst það mjög viðeigandi þar sem þetta var tónlist sem höfðaði helst til krakka, tyggigúmmí hefur alltaf verið ákaflega vinsælt meðal krakkar og unglinga, þannig þetta hljómaði skemmtilega og eins og þetta myndi höfða til og grípa athygli krakka. Þegar þeir ákváðu að setja þetta fram sem hugtak langaði þeim að koma með eitthvað nýtt, eitthvað sem enginn annar var að gera. Neil Bogart, sem markaðssetti hugtakið fyrir þá, var viss um að þetta væri eitthvað sem að hann gæti vakið mikla athygli á.[3]

Helstu einkenni stefnunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Það sem var einna mest áberandi við þessa stefnu var að tónlistin sem var kennd við hana var í sjálfu sér popptónlist sem var gerð til þess að höfða til krakka og unglinga.[4] Þetta var létt og grípandi popptónlist, sumir segja að hún hafi jafnvel vott af sálartónlist. Hún er með miklum upptakti, textarnir eru einfaldir og frekar grunnir, jafnvel barnalegir, lítið af sólóum og lögin yfirleitt frekar stutt. Henni hefur stundum verið ruglað saman við gleði-popp Það er í raun svipað, nema höfðar frekar til fullorðinna.[5] En gleði-popp er einnig undirstefna popptónlistar en var ríkjandi á undan tyggigúmmí-tónlist.

Stefnan var þekktust fyrir grípandi viðlög sem flestir kunnu utan af og endurtekningu á skemmtilegum tónlistarversum og grípandi melódíu.[6] Tónlistin var mikið notuð í auglýsingar, vegna einfaldra texta og grípandi takts. Tilgangur tónlistarinnar var alls ekki að víkka hugann eða gefa fólki nýtt sjónarhorn á lífið, heldur var hún eingöngu til gamans, til þess að gleðja.[3] Tilgangur tónlistarinnar var alls ekki að víkka hugann eða gefa fólki nýtt sjónarhorn á lífið, hún var eingöngu til gamans, til þess að gleðja. Hún var gerð til þess að vera einföld. Lög sem tilheyrðu tyggigúmmí tónlistinni voru yfirleitt ekki þekkt nema ákveðið lengi, og voru þá bara svokallaðir slagarar. Það er að segja hljómsveitir gáfu yfirleitt bara út eitt til þrjú lög og voru síðan horfnar úr sviðsljósinu. Lögin áttu það samt til að lifa mikið lengur, mörg þeirra lifa enn.

Tónlistin og einkenni hennar hafa oft verið borin saman við svokallað „Bílskúrs-Pönk“, en tónlistarstíllinn er frekar svipaður, jafnvel þótt að stefnurnar hljómi eins og þær séu mjög langt frá hvor annarri.[7] Textarnir fjölluðu eiginlega alltaf bara um það að vera glaður og hvernig maður ætti að gera það. Oft komu sætindi við sögu, en enn þá oftar var það ástin sem átti að gleðja mann. Tyggigúmmí tónlist er í raun mjög rómantísk þrátt fyrir það hvað hún er hressileg. Mikið vísað í sólskin, ástina á náunganum, skæra liti, sykur, sætingi og fleira.

Upphaf og saga stefnunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Marka má upphaf stefnunnar til þess þegar The Lemon Pipers gáfu út lagi sitt „Green Tambourine“. Það var gefið út árið 1968 en þá var stefnan samt búin að vera í uppsiglingu í um það bil ár.[7] The Lemon Pipers voru stofnaðir á rústum hljómsveitarinnar Tony And The Bandits.[8] Fólk er þó ekki alveg sammála um það að Lemon Pipers hafi markað upphaf tyggigúmmístefnunnar, sumum þykir jafnvel að hljómsveitin tilheyri ekki einu sinni stefnunni. MörgumSnið:Hver finnst það hafa verið Ohio Express með slagarann „Yummi yummi yummi“ eða þá The Archies með sykursæta lagið sitt, „Sugar, sugar“. Það er varla hægt að komast að endanlegri niðurstöðu í þessu máli. Það er þó hægt að segja með sanni að „Green Tambourine“ var með fyrstu tyggigúmmí slögurum sem Buddah Record gáfu út, þannig að ákveðnu leyti er hægt að segja að það hafi markað upphaf stefnunnar.[3] Það má segja að stofnun Buddah Records eigi heiðurinn að upphafi stefnunnar þótt að útgáfa lags The Lemon Pipers hafi markað það. En þeir fóru úr því að gefa út lög um glæði stríð og þunglyndi í það að gefa út tónlist sem átti að gleðja fólk. Þegar þeir fengu þá hugmynd að fara að gefa út þesskonar tónlist byrjuðu þeir samstarf við tvo unga útgefendur en það voru Jerry Kasenetz og Jeff Katz. Jeff Katz var sá sem kom fram með hugtakið tyggigúmmítónlist en það vildi hann kalla þá tónlist sem átti að gleðja fólk og fá það til að brosa.[3] Eftir að þessir tveir drengir, sem byrjuðu að kalla sig Kasenetz-Katz voru ráðnir og byrjaðir að semja kom út slagarinn „A Little Bit Of Soul“ sem er með þekktari lögum stefnunnar. Þeir byrjuðu síðan að ráða inn lítið þekkta tónlistarmenn til þess að spila tónlistina þeirra, og annaðhvort voru það tónlistarmennirnir sem komu fram eða þá að þetta varð að þessum tilbúnu hljómsveitum.[9]

Mikið var um andstöðu gegn stríði og styrjöldum á þessum tíma í tónlistarheiminum. Tónlistarmenn víðsvegar um heiminn voru að semja tónlist um ást og frið sem minnti á þjóðlagatónlist, sem dæmi um svoleiðis hljómsveit eru tildæmis Bítlarnir. Má segja að tyggigúmmístefnan hafi orðið til upp úr því en það var ákveðinn partur af tónlistarmönnum sem vildu hætta að hugsa svona mikið um allt sem væri í gangi í heiminum, alla þá ógn sem herjaði og þá ábyrgð sem fólk þurfti að bera. Tyggigúmmí er þess konar tónlist sem var eiginlega samin til þess að minna mann á æskuna, fá mann til þess að muna að njóta lífsins og gleyma í smá stund þeirri ábyrgð sem maður þarf að bera þegar maður fullorðnast.[4] Markhópur stefnunnar voru ungu kynslóðirnar, unglingar og jafnvel krakkar, aðallega þeir sem voru um það vil að skríða inn í unglingsárin. [7] Hún var mjög áberandi alveg frá því um miðjan sjöunda áratuginn og aðeins fram á áttunda áratuginn. Þeir sem má segja að hafi sett enda á stefnuna, þ.e. verið þeir síðustu sem sömdu og sungu tónlist sem var kennd við tyggigúmmístefnuna voru The Bay City Rollers[7] Stærstu hljómsveitir stefnunnar voru án efa Ohio express, The Archies, The Partridge Family og The Monkees. Þessar hljómsveitir eru allar þekktar enn í dag af mjög mörgum. Má segja að sú stærsta hafi verið Ohio Express en það er nánast hægt að kalla þá Bítla tyggigúmmístefnunnar. Hljómsveitin sem markaði upphaf stefnunnar, The Lemon Pipers, voru einnig kenndir við stefnuna og voru ákaflega vinsælir, en þeir tóku þó fyrir það að vera að spila tyggigúmmí-tónlist og aðhyllast stefnuna.[3]

Það var mjög algengt að hljómsveitir sem kenndar voru við og aðhylltust tyggigúmmí stefnuna væru tilbúnar. En þá voru oft fengnir til lítið þekktir tónlistarmenn sem sungu og spiluðu, síðan voru aðrir einstaklingar fengnir til þess að vera andlit hljómsveitarinnar. Þeir voru þá í tónlistarmyndböndum og á hljómleikum, að hreyfa varirirnar og spila a hljóðlaus hljóðfæri við tónlist þeirra sem spiluðu og sungu. Dæmi um svoleiðis hljómsveit voru tildæmis The Monkees. Annað sem var gert var að fá tónlistarmenn til þess að spila, síðan voru búnar til teiknimyndapersónur og gerðir allskonar þættir við tónlistina. Dæmi um þannig hljómsveit voru The Archies. Tónlistin var einnig mikið notuð í skemmtiefni fyrir börn, dæmi um það eru tildæmis The Banana Splits. Eins og fram hefur komið þá lifði stefnan mjög stutt, eða rúmlega fimm ár eða svo. Aðdáendur stefnunnar og þeirrar tónlistar sem kennd var við hana hættu því eftir því sem þeir þroskuðust og urðu eldri. Hinsvegar lifði sú tónlist sem varð til þegar hún var í blóma frekar langlíf, en þeir tónlistarmenn sem höfðu verið hvað mest áberandi í stefnunni héldu samt áfram að semja og spila tónlist sem hafði mörg einkenni sem tyggigúmmí stefnan hafði haft, þ.e. svona glaðlega, grípandi og einfalda tónlist, hún var bara þroskaðri og fór að höfða meira til fullorðinna.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Rovi Corp. „About bubblegum“. Sótt 10. mars 2013.
  2. 2,0 2,1 „about bubblegum“. Sótt 13. mars 2013.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 Carl Cafarelli. „An Informal History of Bubblegum Music“. Sótt 13. mars 2013.
  4. 4,0 4,1 „A History Of Bubblegum Music“. Sótt 13. mars 2013.
  5. Robert Fontenot. „Oldies Music Glossary: Bubblegum. Sótt 11. mars 2013.
  6. http://rateyourmusic.com/genre/Bubblegum/
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 Carl Hoffman. „60's Bubblegum Music“. Sótt 11. mars 2013.
  8. Don Mangus. „The Lemon Pipers Oxford Ohio“. Sótt 13. mars 2013.
  9. Robert Fontenot. „Yummi Yummi Yummi“. Sótt 13. mars 2013.