MAT609M Vöruþróun matvæla

Námsform:
Staðnám .
Námskeiðslýsing:

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir helstu aðferðum vöruþróunar og þjálfa nemendur í notkun neytendadrifna aðferða við þróun á matvöru. Nemendur þróa vöru sem miðuð er að neytendum og fá leiðsögn í aðferðum við gerð frumgerða, val á hráefnum, tilraunauppsetningu, uppskölun og um regluverkið sem þarf að fylgja við gerð nýrra matvæla. Einnig munu nemendur kynnast hvernig skynmat er notað í vöruþróun og fá þjálfun í skynmati á eigin vöru. 

Vöruþróunarferli verður unnið í hóp en einnig verða smærri einstaklingsverkefni metin til einkunnar.  

Viðfangsefni: 

Grundvallaratriði við vöruþróun matvæla. Fjallað verður um: 

  • hugmyndaleit, hugmyndasíun, þróun frumgerðar og þróun frumgerðar til fullunninnar vöru og uppskölun á framleiðslu. 
  • notkun tilraunahögunar við síun og bestun afurða í vöruþróun.  
  • notkun skynmats í vöruþróun. 
  • Val á hráefnum, notkun aukefna og helstu nýjungar í vistvænum próteinum.  
  • tengsl matvælalöggjafarinnar og hugverkaréttinda við vöruþróun. 

Farið verður í raunveruleg dæmi vöruþróunar hjá fyrirtækjum.  

Verklegt: Þróuð verður vara frá hugmynd til frumgerðar. 

Hæfniviðmið:

Útskrifaðir nemendur skulu geta skipulagt og framkvæmt: 

  • greiningu vandamáls sem leiðir til skilnings á rót vandans og mögulegum lausnum 
  • hugmyndaleit og síun á markvissan hátt. 
  • vöruþróunarferli sem samvinnuverkefni mismunandi aðila úr fyrirtæki. 
  • vöruþróun sem er drifin af þörfum neytenda 
  • gert frumgerðir af hugmyndum sínum og prófað þær 

Þeir þurfa líka að: 

  • Þekkja helstu síunar og bestunaraðferðir sem notaðar eru í vöruþróun. 
  • Þekkja hvernig á að velja innihaldsefni í nýjar vörur, sérstaklega með tilliti til aukefna og próteina 
  • Kunna að nota skynmat við vöruþróun 
  • Skilja tengsl vöruþróunar við löggjöf, siðfræði og eignarrétt 
Umsjón:
Umsjónarkennari
Justine Yvonne Agnes Vanhalst
 Nánar

Kennari
Aðalheiður Ólafsdóttir
 Nánar

Kennari
Arnar Þór Skúlason
Doktorsnemi
 Nánar

Kennari
Clara Maria Vasquez Mejia
Doktorsnemi
 Nánar

Kennari
Hildur Inga Sveinsdóttir
Lektor
 Nánar

Kennari
Ólöf Guðný Geirsdóttir
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Fjölritaðar vísinda- og tæknigreinar.
Námsleiðir:
Menntun framhaldsskólakennara, MS (120 einingar) (Annað ár, Vor, Næringarfræðikennsla (Matvæla- og næringarfræðideild))
Matvælafræði, BS (180 einingar) (Þriðja ár, Vor)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Framleiðsla sjávarafurða - öryggi og gæði)
Næringarfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Næringarfræði)
Næringarfræði, BS (180 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Matvælafræði )
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Sustainable healthy food (systems))
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Framleiðsla sjávarafurða - öryggi og gæði)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Sustainable healthy food (systems))