Námsform:
.
Námskeiðslýsing:

Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum við rannsóknir og að kynna fyrir þeim hagnýt viðfangsefni er tengjast örverum. Námskeiðið er þrískipt. Í fyrsta hlutanum, viku 1-5, kynnast nemendur lífríki hverasvæða og vinna rannsóknarverkefni. Þeir munu safna sýnum og vinna sjálfstætt að einangrun, greiningu og lýsingu á bakteríustofnum.

Í öðrum hluta námskeiðsins verður fjallað um ýmis sérsvið líftækni og hvernig þau mótast vegna framfara og aukinnar þekkingar í örverufræði, erfðatækni og lífefnafræði. Tekið verður mið af íslenskum líftæknirannsóknum og farið í nýjungar í líftæknilegri aðferðafræði á eftirfarandi sviðum: Fjölbreytileiki og framleiðsla lífefna í örverum; skimunartækni (bioprospecting); hitkærar örverur, sjávarbakteríur og örþörungar, lífmassanýting (áhersla á þang og plöntulífmassa), lífmassaver (biorefineries), ensímtækni (fjölsykrusundrandi- og sykruumbreytingar-ensím), efnaskiptaverkfræði (erfðatækni, erfðamengjafræði; endurhönnun og betrumbætur efnaskiptaferla með erfðatækni), orkulíftækni (hönnun og endurbætur gerjunarferla með erfðatækni). Ræktunartækni og gersveppur sem framleiðslulífvera verða kynnt sérstaklega í verklegum tímum við bruggun á bjór.

Í þriðja hluta námskeiðsins er lögð áhersla á umhverfisörverufræði, sýnatökur, örverusamfélög og örveruþekjur, örverur í sjó, vatni og á þurru landi, loftgæði innanhúss og áhrif sveppa. Fjallað verður um sýkla í umhverfinu, áhættumat og eftirlit, líffræðilega hreinsun með hjálp örvera, metanframleiðslu og hlýnun jarðar. Farið verður í vettvangsferðir í sorphreinsistöðvar og skólphreinsistöðvar. Nemendur lesa og kynna efni sérvalinna rannsóknargreina í umræðutímum.

Fyrir utan kennslu á stundaskrá er gert ráð fyrir kennslu einn laugardag nálægt mánaðamótum september/október.

Hæfniviðmið:

Við lok námskeiðsins eiga nemendur að geta:

  • einangrað, greint og rannsakað örverur undir leiðsögn kennara
  • aflað hemilda á sviði örverufræði og sett eigin niðurstöður í samhengi við núverandi þekkingu
  • gert grein fyrir hvernig örverur og afurðir þeirra eru nýttar í iðnaði
  • skýrt frá því hvernig hægt er að endurhanna örverur með hjálp líkana og erfðatækni
  • útskýrt mismunand hlutverk og mikilvægi örvera í umhverfinu
  • útskýrt áhættumat og áhrif örvera á gæði vatns og innanhússlofts
  • lýst því hvernig stórræktun örvera fer fram, m.a við bjórbruggun
Umsjón:
Umsjónarkennari
Snædís Huld Björnsdóttir
Prófessor
 Nánar

Kennari
Ásbjörn Hall Sigurpálsson
Tækjavörður
 Nánar

Kennari
Björn Þór Aðalsteinsson
Aðjunkt
 Nánar

Kennari
Ingibjörg Svala Jónsdóttir
Prófessor
 Nánar

Kennari
Jens Guðmundur Hjörleifsson
Lektor
 Nánar

Kennari
Snorri Páll Ólason
Rannsóknamaður
 Nánar

Kennari
Zophonías Oddur Jónsson
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  LÍF201G Örverufræði
 Nauðsynleg undirstaða  LÍF109G Erfðafræði
 Nemendum sem hafa ekki lokið nauðsynlegum forkröfum er bent á að taka LÍF534M Örverur og líftækni eða LÍF535M Umhverfisörverufræði. 
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:
Líffræði, BS (180 einingar) (Þriðja ár, Haust)
Líffræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust)
Lífefna- og sameindalíffræði, BS (180 einingar) (Þriðja ár, Haust)
Lífverkfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust)
Iðnaðarlíftækni, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Haust)