ILT102F Inngangur að iðnaðarlíftækni

Námsform:
Staðnám . Upptökur að fyrirlestrum eru aðgengilegar.
Námskeiðslýsing:

Iðnaðarlíftækni er fjölbreytt fag sem nýtir undirstöður úr líffræði, efnafræði, lyfjafræði og verkfræði svo eitthvað sé nefnt.

Farið verður í undirstöðuatriði lítækninnar og hvernig hún nýtist í daglegu lífi okkar og í atvinnulífinu.

Námskeiðið er ætlað sem inngangur í líftækni sem skiptist í fimm flokka: (1) líftæknilyf, (2) iðnaðarlíftækni í efna- og matvælaiðnaði, (3) iðnaðarlíftækni í landbúnaði (4) hreinsun og vinnsla náttúruefna og (5) iðnaðarlíftækni í umhverfis- og orkuiðnaði. Gestafyrirlesarar úr bæði akademíu og atvinnulífinu munu halda valda fyrirlestra.

Námskeiðið er einnig hugsað til þess að ná utan um nemendahópinn í iðnaðarlíftækni, þar sem nemendur kynnast hver öðrum. Nemendur fá einnig að kynna hverjar áherslur sínar í náminu kunna að verða í samráði við kennara og fá leiðsögn í að byggja upp undirstöðuþekkingu fyrir sín eigin verkefni.

Hæfniviðmið:

Að skilja undirstöðuatriði líftækninnar, hvað hún nær yfir og hvaða áherslur liggja í vali á viðfangsefnum í líftækni. 

  • Þekki þær grunnaðferðir sem notaðar eru í lítækni út frá líffræðilegum og efnafræðilegum grunni.
  • Skilja tengsl atvinnulífs og líftækni.

Í þessu námskeiði á nemandinn að:

  • Þekkja sögu líftækni og þróun hennar m.t.t. matvælaframleiðslu og landbúnaðs.
  • Skilja hvaðan og hvernig lífvirk efni úr náttúrunni eru unnin.
  • Skilja hvernig ensím og aðrir lífhvatar nýtast í iðnaði.
  • Þekkja mun á hefðbundnum smásameinda lyfjum og líftæknilyfjum
  • Kunna skil á hlut iðnaðarlítækninnar í umhverfis- og orkuiðnaði.
  • Hafa innsýn í hvernig nýsköpunarfyrirtæki í líftækni verða til.
  • Skilja hvað felst í hönnun líftækniferla og uppskölunar.
  • Þekkja mörk líftækninnar og siðfræðileg sjónarmið.
  • Hafa kynnst markaðsmálum í líftækni og hvernig vísindi og markaðir geta unnið saman.
  • Fá færni í að kynna eigið efni.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Jens Guðmundur Hjörleifsson
Lektor
 Nánar

Kennari
Björn Viðar Aðalbjörnsson
Dósent
 Nánar

Kennari
Björn Þór Aðalsteinsson
Aðjunkt
 Nánar

Kennari
Jón Garðar Steingrímsson
 Nánar

Kennari
Sean Michael Scully
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: