SÁL330F Aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu A

Námsform:
Staðnám .
Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði einliðasniða (N=1) og hvernig hægt er að rannsaka, fylgjast með og svara spurningum um áhrif inngrips á hegðun fólks. Fjallað verður um helstu einstaklingstilraunasniðin og helstu atriði í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna með einliðasniði, allt frá vali og skilgreiningu á markhegðun til mats á áhrifum inngrips.

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að geta:

  • Útskýrt gildi einstaklingstilrauna í hagnýtri vinnu,
  • Talið upp þær hættur sem draga úr innra og ytra réttmæti einstaklingstilrauna og hvernig mögulegt er að draga úr þessum hættum.
  • Fjallað um breytileika hegðunar og hvernig unnið er með hann í einstaklingstilraunum.
  • Talið upp og greint á milli algengustu mælingaaðferða á atferli.
  • Sagt frá því í hverju sjónræn greining gagna felst, metið gögn með þeim hætti og rökstutt hvort tölfræðileg greining er nauðsynleg í einstaklingstilraunum.
  • Lýst og greint á milli mismunandi einstaklingstilraunasniða og rökstutt að stjórnun á atferli er síst minni í einstaklingstilraunum en í hefðbundnum hóptilraunum.
  • Sagt frá því að hversu miklu leyti mögulegt er að alhæfa tilraunaniðurstöður úr einstaklingtilraunum og hvernig hægt er að afla þekkingar með slíkum tilraunum.
  • Unnið sjálfstætt að einföldum verkefnum í hagnýtri atferlisgreiningu með þeim aðferðum sem þar tíðkast. Kynnt verkefnin sín fyrir öðrum og varið aðferðir sínar.
Umsjón:
Kennari
Harpa Óskarsdóttir
 Nánar

Kennari
Zuilma Gabríela Sigurðardóttir
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Aðeins fyrir nemendur sem eru innritaðir í námsleiðina Hagnýt atferlisgreining (ATF)
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: