ATF401L Meistaraverkefni í hagnýtri atferlisgreiningu

Námsform:
Sjálfsnám .
Námskeiðslýsing:

Meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal hagnýtt rannsóknarverkefni vera 30 einingar. Rannsóknarverkefnið er unnið á öðru, þriðja og fjórða misseri meistaranáms í hagnýtri atferlisgreiningu.

Vor (2. misseri): Við lok þessa misseris á nemandi að velja sér viðfangsefni meistaraverkefnis í samráði við leiðbeinanda og hefja undirbúning. 

Haust (3. misseri): Á þessu misseri afmarka nemendur rannsóknarviðfangsefni sitt og rannsóknarspurningar og leggja fram ítarlega og vel rökstudda rannsóknaráætlun til samþykktar fyrir leiðbeinanda meistaraverkefnis hagnýtri atferlisgreiningu. Nemendur skulu enn fremur ljúka vinnu á fræðilegum bakgrunni verkefnisins á þessari önn og sjá um að senda umsóknir til viðeigandi aðila ef þörf krefur, t.d. Vísindasiðanefndar Íslands eða Vísindasiðanefndar HÍ, eftir því sem við á. 

Vor (4. misseri): Vinnu við lokaverkefnið lýkur á þessari síðustu önn námsins með skrifum fræðigreinar um rannsóknina.

Námsmat: Staðið/fallið.

Hæfniviðmið:

Markmið meistaraverkefnis er að nemandi:

  • Geti útskýrt og gefið dæmi um rannsóknaraðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu.
  • Geti sett fram og afmarkað rannsóknarspurningar og skrifað rannsóknaráætlun.
  • Geti aflað sér upplýsinga og sótt um viðeigandi leyfi sé þess þörf.
  • Hafi frumkvæði að og skipuleggi eigin rannsókn og framkvæmi hana.
  • Geti skýrt markmiðum og niðurstöðum rannsóknarinnar fyrir fólki innan og utan fræðasviðsins.
  • Geti skrifað fræðigrein um rannsóknina.
Umsjón:
Kennari
Íris Árnadóttir
Verkefnisstjóri
 Nánar

Kennari
Zuilma Gabríela Sigurðardóttir
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nemendur skulu hafa lokið a.m.k. 60 einingum á sviði Hagnýtrar atferlisgreiningar.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni: