Tjón eru fátíð, en þau koma fyrir. Ef þú, gestur þinn eða gæludýr berið ábyrgð á tjóni meðan á dvöl stendur skaltu láta gestgjafa þinn vita tafarlaust.
Gestgjafinn þinn getur sent þér endurgreiðslubeiðni í gegnum úrlausnarmiðstöðina sem nær yfir tjónakostnað og þú hefur einn sólarhring til að bregðast við beiðninni.
Þú ættir að láta gestgjafa þinn vita tafarlaust ef þú brýtur eða skemmir eitthvað meðan á dvölinni stendur. Besta leiðin til að gera það er að senda viðkomandi skilaboð í gegnum vefsetur eða app Airbnb þannig að samskiptin séu til á skrá þurfi þjónustuverið á þeim að halda síðar meir. Ef þú getur framvísað ljósmyndum er það ennþá betra.
Með því að segja strax frá tjóni hefur gestgjafinn þinn lengri tíma til að bæta úr því áður en næsti gestur kemur. Það gefur einnig þér og gestgjafa þínum færi á að komast að sameiginlegri lausn án aðkomu Airbnb.
Telji gestgjafi þinn að þú berir ábyrgð á tjóni, hlutum sem vantar eða óvæntum hreingerningakostnaði, getur viðkomandi sent þér endurgreiðslubeiðni í gegnum úrlausnarmiðstöðina. Þú hefur einn sólarhring til að svara.
Ef gestgjafinn fær Airbnb til að koma að málinu mun þjónustufulltrúi okkar skera úr því hvort þú berir ábyrgð á tjóninu og hvort umbeðin endurgreiðsluupphæð gestgjafans sé sanngjörn. Þetta er gert með því að yfirfara sönnunargögn frá gestgjafanum ásamt öllum athugasemdum sem koma fram í upphaflegu svari þínu við beiðni gestgjafans. Einnig gæti verið haft samband við þig eða aðra sem gætu haft upplýsingar varðandi tjónakröfu gestgjafans.
Þér verður gefinn kostur á því að greiða fyrir tjónið innan tiltekinna tímamarka eða afrýja ákvörðuninni. Ef þú áfrýjar ekki né sendir greiðslu innan tiltekins tíma, eða ef áfrýjun þinni er hafnað, verður greiðslumátinn þinn skuldfærður. (Þetta á ekki við um gistingu í Kína, Japan eða á Indlandi.) Það verður aldrei skuldfært hjá þér án fyrirvara eða möguleikans á áfrýjun fyrir og eftir skuldfærslu. Þú hefur 60 daga til að áfrýja eftir að skuldfærsla hefur farið fram.
Það er aldrei gaman að eiga við tjón en ferlið er hannað til þess að gæta sanngirni. Frekari upplýsingar er að finna í þjónustuskilmálum okkar og greiðsluskilmálum.