Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Gestgjafi
Svona tekur þú samgestgjafa út af skráningu
Það er einfalt að gera breytingar á teyminu þínu. Gestgjafar og samgestgjafar með fulla aðgangsheimild geta tekið samgestgjafa út af skráningarsíðu.
Ábending: Ef þú vilt halda samgestgjafa á skráningu en breyta því sem viðkomandi hefur aðgang að eða umsjón með getur þú gert það með því aðbreyta aðgangsheimildum samgestgjafa.
Svona fjarlægir þú samgestgjafa
Svona tekur þú samgestgjafa út af skráningu úr tölvu
Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
Smelltu á samgestgjafar og veldu samgestgjafann sem þú vilt taka út
Smelltu á fjarlægja samgestgjafa
Bættu við valkvæmri athugasemd fyrir samgestgjafann og smelltu síðan á já, fjarlægja
Mögulega þarf að endurúthluta hlutverki aðalgestgjafa
Ef samgestgjafinn sem þú fjarlægir var aðalgestgjafinn verður annað hvort skráningarhafinn eða samgestgjafi með fulla aðgangsheimild að koma hans í stað. Ef samgestgjafar með fulla aðgangsheimild eru ekki til staðar verður skráningarhafinn sjálfkrafa nýr aðalgestgjafi.
Hvað gerist eftir að samgestgjafi er tekinn út
Þegar þú hefur tekið samgestgjafa út mun viðkomandi ekki geta breytt skráningunni þinni, séð um ferðabeiðnir, lesið eða svarað skilaboðum eða fengið útborganir samgestgjafa vegna bókana sem hefjast eftir að þú hefur tekið viðkomandi út.
Þú getur bætt allt að 10 samgestgjöfum við skráningu. Veldu fjölskyldumeðlimi, vini, nágranna eða einstakling sem þú treystir og sem getur hjálpað þér við skipulagið.
Samgestgjafi getur hjálpað gestgjafa að sjá um eignina, gesti eða bæði. Samgestgjafar ákveða með skráningarhafa hvað þeir vilja taka mikið að sér áður en þeir byrja.
Teymi geta séð saman um skráningar á Airbnb. Eigandi teymisaðgangsins ræður því hver gengur í teymið og hvaða tól og eiginleika viðkomandi getur notað.