Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Gestgjafi

Bjóða langdvöl

Margir gestir á Airbnb bóka dvöl sem varir í 28 nætur eða lengur. Ef þú getur tekið á móti þessum langtímagestum getur þú virkjað langdvöl fyrir skráninguna þína.

Breyttu dagatalsstillingunum til að virkja langdvöl

Ef þú vilt breyta lágmarks- og hámarksfjölda gistinátta til að bjóða langdvöl skaltu stilla framboðsstillingar þannig að gestir geti fundið skráninguna þína í leitarniðurstöðum.

Þegar þú ert í dagatalinu, undir framboð, getur þú einnig breytt eftirfarandi stillingum til að bjóða langdvöl:

  • Fyrirvari: Breyttu með hve löngum fyrirvara gestir geta bókað
  • Undirbúningstími: Stilltu lágmarkstíma milli bókana
  • Framboðstímabil: Hafðu umsjón með því hve langt fram í tímann gestir geta bókað

Stilltu viku- og mánaðarafslætti

Ef þú ákveður að bjóða gistingu í 28 nætur eða lengur getur þú boðið gestum sem leita að lengri gistingu viku- og mánaðarafslætti. Þegar þú hefur tilgreint mánaðarafslátt birtist afslátturinn gestum í leitarniðurstöðum sem og í verðsundurliðun á skráningarsíðunni þinni.

Bættu við ferðahandbók fyrir langdvalir

Áttu þér uppáhaldsstað til að kaupa matvörur í hverfinu? Er góð líkamsræktarstöð eða hundasvæði í hverfinu þínu? Þú getur bætt þessum ábendingum við ferðahandbókina þína sem munu hjálpa gestum að búa sig undir langtímadvöl hjá þér.

Bættu nægum nauðsynjum við skráninguna þína fyrir langtímagistingu 

Gestir sem leita að langdvöl vilja almennt bóka eignir með vel útbúnu eldhúsi, þvottahúsi og áreiðanlegu og öflugu þráðlausu neti. Gestir vilja einnig vera vissir um að þú hafir nægar nauðsynjar fyrir langdvöl (eins og nóg af salernispappír og sápu) fyrir alla bókunina.

Uppfærðu gestahandbókina þína og húsreglurnar fyrir langdvöl

Gakktu úr skugga um að í gestahandbókinni þinni séu leiðbeiningar fyrir daglegt líf (eins og hvernig á að henda rusli, sérstakar leiðbeiningar um umhirðu eignarinnar og plantnanna o.s.frv.) svo að gestum líði eins og heima hjá sér.

Bættu einnig við ítarlegum leiðbeiningum fyrir langdvöl í aðskildum hluta húsreglnanna (til dæmis eru gæludýr leyfð?) Þetta mun hjálpa gestum að stilla af væntingar og hjálpa þeim að virða reglurnar hjá þér meðan á dvölinni stendur.

Vertu gestum þínum innan handar meðan á langdvöl stendur

Meðan á langdvöl stendur gæti gestur þurft á aðstoð þinni að halda og haft samband við þig í gegnum Airbnb appið. Reyndu að vera til taks fyrir gestina þína til að aðstoða við spurningar eða áhyggjur.

Ef þú deilir eigninni með gestinum ættir þú einnig að greina frá væntingum um samskipti ykkar. Þú getur skilgreint hvaða reglur sem er í hlutanum samskipti við gesti í skráningunni.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning