Viltu handhægt yfirlit á hversu mikið þú ert að þéna eða hverjar tekjuáætlanir þínar eru? Þú getur skoðað stöðu útborgana þinna í tekjustjórnborðinu.
Opnaðu tekjur til að skoða frammistöðu þína og veldu útvíkkunartáknið í súluritinu til að opna gagnvirkja tekjuyfirlitið. Svona getur þú skoðað tekjur þínar á milli mánaða eða ára og eftir skráningu. Þú getur notað síuna til að velja hvaða skráningar þú vilt skoða.
Frekari upplýsingar um hvernig tekjuskýrslur eru sóttar. Þú getur einnig nálgast nánari upplýsingar um frammistöðuritið í úrræðamistöðinni.
Tekjustjórnborðið býður upp á gagnvirkt frammistöðurit sem veitir þér aðgang að tekjuupplýsingum þínum í gegnum mánaðarlegar og árlegar flettingar, auk þess sem þú getur síað eftir skráningu og fengið nánari upplýsingar um fyrri ár eða framtíðaráætlanir.
Ársyfirlitið er heildarupphæðin sem þú hefur unnið þér inn fyrir hverja bókun á tilteknu ári. Það sýnir einnig öll þjónustugjöld, skatta og annan frádrátt ásamt hreinum heildartekjum þínum.
Skoðaðu næstu þrjár væntanlegu færslur á tekjustjórnborðinu eða veldu sýna allar væntanlegar færslur til að skoða listann í heild sinni.
Þú getur síað væntanlegar færslur eftir dagsetningu og skráningu og leitað að tilteknum færslum með staðfestingarkóða bókunar eða upphæð útborgunar.
Opnaðu tiltekna færslu til að skoða færsluupplýsingar ásamt áætluðum greiðsludegi og hvernig útreikningur fór fram. Þú getur einnig breytt útborgunarmátanum sem færslan millifærist á með því að velja breyta útborgunarmáta.
Skoðaðu síðustu þrjár greiddar færslur í tekjustjórnborðinu eða smelltu á sýna allar greiddar færslur til að skoða listann í heild sinni.
Veldu tiltekna línu til að skoða nánari tekjuupplýsingar, þ. á m. bókunarupplýsingar, leiðréttingar og afbókunarupplýsingar.
Ef þú ert með margar skráningar með bókunum sem hefjast á sama degi, gætir þú fengið tekjurnar útborgaðar í sameiningu og þær birtast þá á sömu línu.
Ef gestur á inni greiðslu hjá þér vegna afbókunar eða breytingar á bókun getur þú fylgst með stöðu hennar á tekjustjórnborðinu. Frekari upplýsingar um hvað felst í tekjuleiðréttingu.
Dvalarlengd gests, úrvinnslutími útborgunarmáta þíns og hvort þú sért nýr gestgjafi eða ekki ræður því hvenær útborgunin berst þér. Við látum þig vita þegar útborganir verða millifærðar. Frekari upplýsingar um hvenær útborgun berst þér.