Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Bindi er löng flík sem karlmenn klæðast (og þá yfirleitt með skyrtu), frekar en konur (þó konur nota meira og meira klæðnað sem oft var frekar tengur við karlmenn). Það er venjulega bundið um háls viðkomandi með hnút að framan. Uppruninn í Evrópu er venjulega rakinn til króatískra hermanna á Frakklandi í þrjátíu ára stríðinu (1618-1648) sökum áhuga Parísarbúa á klæðnaðnum.

Lögreglumaður í Hamborg með bindi

Karlmenn á vesturlöndum klæðast oft jakkafötum, og þá oft með bindi til spari eða í vinnu. En það er líka þekkt andstaða við bindi (og jafnvel jakka og jakkaföt), t.d. á vinnustöðum (og hjá ákv. kristnum söfnuðum), oft leyft að sleppa bindi, á stöðum þar sem notkun binda var áður skylda, en t.d. enn mikið notuð af bankastarfsmönnum og lögfræðingum (en t.d. bannað að nota af starfmönnum IKEA). Ákveðnir stjórnmálamenn á vesturlöndum eru á möti bindum, sem annars er hefðbundinn klæðnaður, ef ekki skyldubundinn klæðnaður fyrir karlmenn, t.d. á Alþingi). Richard Branson er líka þekktur fyrir andstöðu sína við bindi, og líka andstaða við í Íran, klerkastjórnin telur þau merki um ofríki Evrópu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.