Kuiperbelti
Kuiperbeltið er svæði í sólkerfinu. Innri mörk þess eru við braut Neptúnusar (sem er 30 AU frá sólinni) og ytri mörk við 50 AU frá sólinni. Kuiperbeltið er, ólíkt Oortskýinu, ekki skilgreint sem kúlulaga heldur sem belti sem liggur í plani, sama plani og jörðin, sólin og flestar reikistjörnurnar.
Kuiperbeltið er talið hafa myndast vegna áhrifa Júpíters og sýna útreikningar að á beltinu má líklegast finna hluti á stærð við Mars og jörðina. Yfir 800 hlutir hafa fundist á Kuiperbeltinu, þ.m.t. Plútó og tungl hans Karon, og nýlega hafa fundist þar nokkuð stórir hlutir á borð við 50000 Quaoar sem fannst árið 2002 og er helmingi minni en Plútó.
Heimildir
breyta- „Grein um Kuiperbeltið á ensku Wikipedia“. Sótt 3. nóvember 2005.