1461
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1461 (MCDLXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 3. mars - Agnes Jónsdóttir skipuð príorissa í Reynistaðarklaustri.
- Bárður Auðunsson varð ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
Fædd
Dáin
- Ari Daðason dalaskalli, lögréttumaður í Snóksdal (f. um 1380).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 2. febrúar - Rósastríðin: Orrustan við Mortimer's Cross. Herlið York-ættar undir stjórn Játvarðar hertoga af York vann sigur á Lancaster-mönnum sem stýrt var af Owen Tudor og syni hans, Jasper jarli af Pembroke.
- 17.febrúar - Herlið jarlsins af Warwick beið ósigur fyrir liði Lancaster-manna sem stýrt var af Margréti drottningu. Hún náði þar aftur manni sínum, Hinrik 6., sem York-menn höfðu fangað.
- 4. mars - Hertoginn af York hertók London og lýsti sjálfan sig Játvarð 4. Englandskonung.
- 29. mars - Orrustan við Towton, sem talin er blóðugasti bardagi sem háður hefur verið á enskri grund. Þar vann Játvarður 4. sigur á liði Margrétar drottningar.
- Játvarður 4. krýndur konungur Englands.
- Loðvík 11. tók við ríkjum í Frakklandi eftir lát Karls 7.
- Leonardo da Vinci og Sandro Botticelli hófu námhjá Verrocchio.
- Sarajevo, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu, var stofnuð.
- Franska skáldið François Villon samdi þekktasta verk sitt, ljóðið Le grand testament.
- Pedro de Sintra, portúgalskur sæfari, kom að ströndum Líberíu.
Fædd
- 24. desember - Kristín af Saxlandi, Danadrottning, kona Hans Danakonungs (d. 1521).
- Apríl - Anna af Frakklandi, hertogaynja af Bourbon og ríkisstjóri Frakklands 1483-1491 (d. 1522).
Dáin
- 2. febrúar - Owen Tudor, ættfaðir Tudor-ættar og afi Hinriks 7., tekinn af lífi (f. um 1400).
- 22. júlí - Karl 7. Frakkakonungur (f. 1403).