Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Kniplingasaumur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Franskir og enskir karlar báru stór ferhyrnda kraga með saumuðum kniplingum. Kniplingar voru stöðutákn hjá yfirstéttinni í Evrópu.
Kniplingasaumur frá Erzgebirge fjöllunum í Þýskalandi frá 1884.
Nærmynd af kniplingasaumi

Kniplingasaumur er útsaumsaðferð sem á rætur að rekja til Endurreisnartímabilsins og úr ítölsku saumgerðinni „reticella“. Á endurreisnartímanum breiddist hörrækt út í Evrópu, fólk fór að klæðast fötum úr líni og listiðnaður sem byggði á hörþræði þróaðist. Kniplingar voru unnir úr þannig þræði og voru bæði kniplaðir (bobbin made) og saumaðir (needle-made). Kniplingar eru svipaðir því sem núna er kallað blúndur en munurinn er sá að kniplingar voru handgerðir en blúndur eru oftast unnar í vélum. Helstu spor í kniplingasaumi eru tungu- og kapmelluspor.

Á tímabilinu 1560–1580 urðu kniplingar tískufatnaður hjá yfirstétt í flestum ríkjum Evrópu. Höfuðeinkenni kniplingatísku frá fyrri hluta 16. aldar og fram á 17. öld voru skrautlegir kragar, felldir pípukragar oft skreyttir fíngerðum kniplingum. Franskir og enskir karlmenn báru stóra ferhyrnda kraga með saumuðum kniplingum.

Sjá einnig

Heimildir