Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Kniplingasaumur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Franskir og enskir karlar báru stór ferhyrnda kraga með saumuðum kniplingum. Kniplingar voru stöðutákn hjá yfirstéttinni í Evrópu.
Kniplingasaumur frá Erzgebirge fjöllunum í Þýskalandi frá 1884.
Nærmynd af kniplingasaumi

Kniplingasaumur er útsaumsaðferð sem á rætur að rekja til Endurreisnartímabilsins og úr ítölsku saumgerðinni „reticella“. Á endurreisnartímanum breiddist hörrækt út í Evrópu, fólk fór að klæðast fötum úr líni og listiðnaður sem byggði á hörþræði þróaðist. Kniplingar voru unnir úr þannig þræði og voru bæði kniplaðir (bobbin made) og saumaðir (needle-made). Kniplingar eru svipaðir því sem núna er kallað blúndur en munurinn er sá að kniplingar voru handgerðir en blúndur eru oftast unnar í vélum. Helstu spor í kniplingasaumi eru tungu- og kapmelluspor.

Á tímabilinu 1560–1580 urðu kniplingar tískufatnaður hjá yfirstétt í flestum ríkjum Evrópu. Höfuðeinkenni kniplingatísku frá fyrri hluta 16. aldar og fram á 17. öld voru skrautlegir kragar, felldir pípukragar oft skreyttir fíngerðum kniplingum. Franskir og enskir karlmenn báru stóra ferhyrnda kraga með saumuðum kniplingum.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]