Kniplingasaumur
Kniplingasaumur er útsaumsaðferð sem á rætur að rekja til Endurreisnartímabilsins og úr ítölsku saumgerðinni „reticella“. Á endurreisnartímanum breiddist hörrækt út í Evrópu, fólk fór að klæðast fötum úr líni og listiðnaður sem byggði á hörþræði þróaðist. Kniplingar voru unnir úr þannig þræði og voru bæði kniplaðir (bobbin made) og saumaðir (needle-made). Kniplingar eru svipaðir því sem núna er kallað blúndur en munurinn er sá að kniplingar voru handgerðir en blúndur eru oftast unnar í vélum. Helstu spor í kniplingasaumi eru tungu- og kapmelluspor.
Á tímabilinu 1560–1580 urðu kniplingar tískufatnaður hjá yfirstétt í flestum ríkjum Evrópu. Höfuðeinkenni kniplingatísku frá fyrri hluta 16. aldar og fram á 17. öld voru skrautlegir kragar, felldir pípukragar oft skreyttir fíngerðum kniplingum. Franskir og enskir karlmenn báru stóra ferhyrnda kraga með saumuðum kniplingum.
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fíngerð fegurð í sporum kvenna (Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, febrúar 2014)
- Málþing um vefnað og hannyrðir fyrr á öldum 22. mars 2014 Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine
- Old Point Lace: How to Copy and Imitate It Geymt 28 júní 2013 í Wayback Machine (1878) by Daisy Waterhouse Hawkins. Chatto and Windus, London.