Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Snæugla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Snæugla
Kvenfugl
Kvenfugl
Karlfugl
Karlfugl
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Uglur (Strigiformes)
Ætt: Ugluætt (Strigidae)
Ættkvísl: Bubo
Tegund:
B. scandiacus

Tvínefni
Bubo scandiacus
(Linnaeus, 1758)
Snið:Legend0 Snið:Legend0
Samheiti

Strix scandiaca Linnaeus, 1758
Nyctea scandiaca Stephens, 1826

Snæugla (fræðiheiti Nyctea scandiaca eða Bubo scandiacus) er stór ugla sem lifir á heimskautasvæðum og svæðum norðan við 60º breiddargráðu allt í kringum Norður-Íshafið. Hún lifir aðalega á læmingjum en þar sem hún lifir ennþá á Íslandi lifir hún á fuglum. Þær eru að sumu leyti farfuglar því þær flytja sig um set eftir æti.

Hún var fyrst flokkuð 1758 af Carolus Linnaeus. Þangað til nýlega var snæugla talin eina afbrigðið af annars útdauðri tegund en genarannsóknir hafa sýnt að hún er mjög skyld hornuglum af tegundinni Bubo. Ágreiningur er um þessa flokkun og er snæuglan því stundum flokkuð sem sem Nyctea. Snæugla er einkennisfugl Quebec-fylkis í Kanada.

Mynd eftir John James Audubon af snæuglu

Snæugla er með gul augu og hvít á lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kvenfuglinn er einnig stærri. Hún er 52-71 sm löng og vænghaf er 125-150 sm. Hún vegur á milli 1.6 til 3 kg.[1] Snæugla er ein stærsta uglutegundin. Karlfuglinn er alhvítur en kvenfuglar og ungfuglar eru með dökkum dröflum. Snæugla hefur þykkan fiðurbúning og mikið fiður á fótum og lit sem passar vel lífi norðan við heimskautsbaug. Kall snæuglu er mismunandi en aðvörunarhljóð hljómar eins og krek-krek' og kvenfuglinn segir pyee-pyee eða prek-prek. Fuglinn syngur með að endurtaka stefið gahw.

Ungfugl á túndru í Alaska. Snæuglur missa með aldrinum svörtu fjaðrirnar en kvenfugl halda einhverjum þeirra.

Hreiðurgerð

[breyta | breyta frumkóða]
Bubo scandiacus

Snæuglur gera sér hreiður á jörðu niðri á stað þar sem gott útsýni er. Fuglinn verpir í maí til júní eftir því hve mikið hann getur veitt. Eggin eru 3 til 11. Útungun tekur um fimm vikur frá því að fyrsta egginu var verpt og annast báðir foreldrar snjóhvítu ungana. Ungarnir koma úr eggjum á mismunandi tímum og eru því misstórir en sá stærsti getur á einum tíma verið 10 til 15 sinnum stærri en sá minnsti en stórir ungar ráðast ekki á þá yngri. Báðir foreldrar verja hreiðrið, stundum með að draga athygli frá því. Karlfugl getur parast með tveimur kvenfuglum sem eru með hreiðrum með kílómetra fjarlægð á milli.[2] Sumar uglur dvelja allt árið á varpstöðvum en aðrar flytja sig.

Snæugla er óreglulegur varpfugl á hálendi Íslands og sést hér af og til allt árið, einkum á hálendinu eða við jaðra þess.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Snowy Owl, Snowy Owl Profile, Facts, Information, Photos, Pictures, Sounds, Habitats, Reports, News – National Geographic“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júní 2007. Sótt 16. maí 2014.
  2. Watson, Adam (1957). „The behaviour, breeding and food-ecology of the Snowy Owl Nycea scandiaca“. Ibis. 99 (3): 419–462. doi:10.1111/j.1474-919X.1957.tb01959.x.