1587
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1587 (MDLXXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Gísli Jónsson biskup fékk konung til að leggja 32 jarðir til styrktar prestum í fátækustu brauðum landsins.
- Gísli Skálholtsbiskup fór í Kaldaðarnes, lét taka krossinn helga sem þar var niður, flytja hann í Skálholt og brjóta hann. Þegar biskup veiktist og lést skömmu síðar kenndi almenningur krossbrotinu um.
- Ný lög sett um stofnun og slit hjúskapar þar sem meðal annars var tekið á „óvissu og óskikkanlegheitum í hjúskaparmálum“.
- Björn Sturluson skáld og smiður á Þórkötlustöðum í Grindavík og Helgi Úlfhéðinsson tengdafaðir hans drápu Ingimund Hákonarson á Stað í Grindavík.
Fædd
Dáin
- 4. júní - Árni Gíslason sýslumaður á Hlíðarenda (f. um 1520).
- 3. september - Gísli Jónsson Skálholtsbiskup (f. um 1515).
- Tómas Eiríksson, prestur og síðasti ábóti í Munkaþverárklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 8. febrúar - María Stúart Skotadrottning var hálshöggvin í Fotheringhay-kastala í Englandi fyrir meinta þátttöku í morðtilræði gegn frænku sinni, Elísabetu 1..
- Boris Godúnov kom á vistarbandi rússneskra bænda.
- Sigmundur 3. Vasa var kjörinn konungur Póllands.
- Francis Drake réðist á spænska flotann í höfninni í Cadiz.
- Walter Raleigh kom á fót fyrstu ensku byggðinni í Ameríku.
Fædd
- 5. apríl - Thomas Hobbes, enskur heimspekingur (d. 1679).
- 8. maí - Viktor Amadeus 1., hertogi af Savoja (d. 1637).
Dáin
- 8. febrúar - María Stúart Skotadrottning (f. 1542).