Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Ágústínusarregla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ágústínusarregla er klausturregla, kennd við heilagan Ágústínus frá Hippó (354430), sem var einn kirkjufeðranna. Bréfið sem reglan sækir fyrirmynd sína í er mjög almennt og gefur færi á miklum sveigjanleika í túlkun svo að í rauninni er um margar tengdar munka- og nunnureglur að ræða.

Á Íslandi voru nokkur Ágústínusarklaustur fyrr á öldum. Þau voru af þeirri grein reglunnar, sem kallast Canonici Regulares Ordinis Sancti Augustini Congregationis. Bræðurnir kölluðust kanokar eða kanúkar. Elst þeirra var Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri, stofnað 1168. Fjórum árum síðar, 1172, var stofnað Ágústínusarklaustur í Flatey á Breiðafirði en það var flutt til Helgafells 1184. Viðeyjarklaustur var stofnað 1226, Möðruvallaklaustur í Eyjafirði 1296 og Skriðuklaustur á Héraði 1493. Hin íslensku munkaklaustrin og bæði nunnuklaustrin voru af Benediktsreglu.