Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Æða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd.

Æða (fræðiheiti: Choroid) eða æðaþekja er æðaríkur bandvefur fullur af litarefnum, sem liggur á milli hvítu (sclera) og nethimnu (retina) í auganu. Aðalhlutverk æðu er að sjá nethimnunni og skynfrumunum í henni fyrir næringu og súrefni. Í kringum 85% af blóðflæði augans fer í gegnum æðu. Æða er þykkust um 0,3 mm og þynnst  0,1 mm [1]

Æða er mjög þunnur bandvefur og er mjög ríkur af litarefni sem gefur honum dökkan lit og virkar sem aukin hindrun fyrir því að ljósgeislar sleppur út úr auganu. Hún skiptist í nokkur lög. Efsta lagið er sámþynna, þar tengist æðan og hvítan saman. Næst koma stórar æðar og uppistöðuvefur (stroma) , síðan fleiri æðar, háræðar og næst nethimnunni liggur Bruch´s himnan ( eða grunnþynna).

Sámþynna hefur eiginleika frá bæði hvítu og æðu. Hún er með kollagentrefjar frá hvítu og sortufrumur (melanocyte) frá uppistöðuvef æðu. Þessi bandvefur er mjög laus í sér en það gefur stóru æðunum sem koma næst, pláss til þess að þenjast og dragast saman. Uppistöðuvefurinn samanstendur af sortufrumum, trefjakímfrumum, átfrumum, eitilfrumum og kollagentrefjum. Uppistöðuvefurinn er einnig ríkur af æðum. Næst kemur háræðanet sem getur flutt meira af blóði í gegnum sig í einu, heldur en aðrar háræðar í líkamanum. Bruch´s himnan liggur næst nethimnunni og er í eðli sínu bandvefur úr kollageni og trefjum og virkar sem varnarhimna fyrir nethimnuna.

Æða liggur frá Laufarönd, Ora serrata, og alveg að sjóntauginni og liggur á milli Hvítu og Nethimnunar.[2]

Aðalhlutverk Æðu er að sjá ytra lagi nethimnunar fyrir næringu og til þess að losa úrgang frá allri nethimnunni. Ekkert líffæri í líkamanum er með eins mikið blóðflæði pr. mm2[3]. Einnig gleypa litarefnin í æðu í sig allt það ljós sem sleppur í gegnum nethimnuna. Æða er einnig notuð sem gangvegur fyrir þær æðar og taugar sem fara í gegnum augað að aftan og sinna sínu hlutverki fremst í auganu. Einnig sér æða um að kæla sjónhimnuna því mikil orka leysist úr læðingi við að ljós breytist í rafboð á nethimnunni.

Öldrun og sjúkdómar

[breyta | breyta frumkóða]

Sá sjúkdómur sem er líklegastur til að valda blindu á Vesturlöndum kallast hrörnun í augnbotnum, (enska: age-related macular degeneration (AMD)) Með aldri missir æða hluta af eiginleikum sínum með að flytja næringu til nethimnunar og úrgangur byrjar að safnast upp. Burch´s himnan byrjar að losna frá nethimnunni og til þess að reyna að sjá henni ennþá fyrir næringu byrja nýjar æðar að myndast, en þær leka og vald því meiri skemmdum. Þetta afbrigði kallast vot ellihrörnun og er mun skæðara heldur en hitt afbrigðið sem er þurr ellihrörnun. Lækningu má finna við þurri ellihrörnun, en votri er hægt að halda niðri með lyfjagjöf og laser-meðferðum.  

Við nethimnulosun, (enska: retinal detachment), þá nær æða ekki að næra þann hluta nethimnunar sem er laus og þá deyja skynfrumurnar og vefurinn mjög fljótt.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Remington, Ann Lee (2005). Clinical Anatomy of the visula system.
  2. Praktisk oftalmologi, 2. udgave. 2009.
  3. Ólafur Már Björnsson. „Hrörnun í augnbotnum“. Læknablaðið.