Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Útlendingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útlendingur kallast maður sem telst ekki tilheyra þeirri þjóð og því þjóðfélagi þar sem hann er staddur. Oft eru útlendingar framandi með tilliti til útlits, tungumáls, ætternis og svo framvegis. Í lögum margra ríkja, þar á meðal Íslandi, eru þeir taldir vera útlendingar sem hafa ekki ríkisborgararétt í því ríki. Þegar útlendingar taka upp búsetu í nýju landi og verða með einhverjum formlegum hætti hluti af annarri þjóð, til dæmis með því að öðlast nýtt ríkisfang, kallast þeir nýbúar. Misjafnt er hvort barn teljist útlendingur ef annað eða báðir foreldrar þess eru útlendingar.

Útlendingahatur

[breyta | breyta frumkóða]

Útlendingafælni eða útlendingahatur beinist oft að útlendingum en ekki síður að nýbúum sem flust hafa milli landa til að verða hluti af nýrri þjóð jafnvel þótt þeir hafi dvalið í landinu í langan tíma. Þess eru dæmi að útlendingahatur beinist að annarri og þriðju kynslóð innflytjenda. Útlendingahatur getur tekið á sig ýmsar myndir, svo sem ótti við framandi menningu eða trúarbrögð, á menningartáknum og áhrifum af annarri menningu eða andstyggð á fólki með framandi útlit.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.