Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Þurrabúð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þurrabúð (eða tómthús) er búskaparform við sjávarsíðuna þar sem menn bjuggu en voru hvorki sjálfstæðir bændur né vistráðnir hjá bændum, eða m.ö.o. menn voru sjómenn eða daglaunamenn í verstöð eða sjávarbyggð en höfðu ekki afnot af jörð eða héldu húsdýr. Sett voru lög um þurrabúðarmenn árið 1888 sem komu í stað tilskipunar um lausamenn og húsmenn frá 1863.

Utan kaupstaðar eða verslunarstaðar máttu menn ekki byggja þurrabúð, nema lóð fylgdi búðinni með matjurtagarði og húsakynni væru sæmileg.

Árið 1894 var losað um vistarskylduna og árið 1907 var felld niður heimild sveitarstjórna til að synja manni um leyfi til að setjast í húsmennsku eða þurrabúð.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.