Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Þyrnirós (planta)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þyrnirós (planta)
Þyrnirósarblóm
Þyrnirósarblóm
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Rósir (Rose)
Tegund:
R. pimpinellifolia

Tvínefni
Rosa pimpinellifolia
L.

Rosa pimpinellifolia, eða þyrnirós, er tegund rósa sem vex villt í vestur, mið og suður Evrópu (norður til Íslands og Noregs) og norðvestur Afríku. Hún hefur gjarnan strandlæga útbreiðslu.

Hún er gjarnan lágvaxinn uppréttur runni frá 20–140 sm á hæð en stundum að tvemur metrum. Hún breiðist út með neðanjarðarsprotum og getur þakið stór svæði. Þyrnarnir eru miðlungsstórir og margir. Blómin eru hvít, en geta stundum verið bleikleit. Þau eru 2 til 4 sm í þvermál. Nípurnar eru kringlóttar og dökkfjólubláar til svartar.

Svipaðar plöntur sem eru villtar austur í Asíu, stundum skráðar sem Rosa pimpinellifolia var. subalpina, eru nú taldar vera sjálfstæð tegund; Rosa oxyacantha (Flora of China); þær eru með bleik blóm og rauðar nípur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]